Forsetakosningar og fjáraustur Stefán Jón Hafstein skrifar 17. janúar 2012 06:00 Forsetakosningar í sumar verða próf í lýðræðisþroska. Ekki bara á þann hátt að frambjóðendur verða krafðir um skoðanir sínar á lýðræðisvæðingu sem er forsenda þess að byggja hið Nýja Ísland, heldur líka hvernig framboð verða fjármögnuð. Mikilvægt er að frambjóðendur standi jafnt að vígi til að kynna sig og stefnumál sín. Í ljósi grimmilegrar reynslu okkar Íslendinga af pólitískri spillingu er mikilvægt að jafna leikinn á sem flesta lund, ekki síður fyrir kjósendur en frambjóðendur. Því legg ég til að væntanlegir frambjóðendur komi sér saman um siðareglur og leikreglur er varða fjármál þeirra allra, umfram það sem lög kveða á um.Tugmillljóna framboð? Samkvæmt lögum Alþingis um fjármál framboða er leikurinn nú ójafn. Framboð til forseta Íslands má kosta viðkomandi frambjóðanda kringum 34 millljónir króna að hámarki. Miðað við hinn misskipta fjárhag landsmanna má ljóst vera að þetta fé verður ekki auðtekið frá mjólkurpeningum þúsunda heimila. Aðrir hafa úr meiru að spila, svo sem andvirði lítils sumarbústaðar. Væntanlegir frambjóðendur standa því ójafnir að vígi í upphafi. Stuðningsmenn framboða eru líka ójafnir. Hámarksupphæð sem fyrirtæki (lögaðilar) mega gefa er 400 þúsund krónur á ári til eins frambjóðanda (væntanlega sömu upphæð mörg ár i röð?). Einstaklingar mega gefa 400 þúsund krónur hver. (Hjón með tvö börn á kjörskrá gefa því 1.6 milljónir ef þau vilja). Allnokkur fjöldi heimila er í þeirri stöðu að geta gefið frambjóðanda 1-2 milljónir, eða meira ef gefið er líka í nafni afa og ömmu. Miklu fleiri heimili munu eiga erfitt með að hósta upp nokkrum tugum þúsunda og mörg hver láta sér nægja lægri upphæð fyrir sinn mann eða sína konu enda þröngt fyrir. Misskipting tekna og eigna skapar Íslendingum mismunandi möguleika til að styrkja frambjóðanda að vali. Þetta er í einu orði sagt: Ólýðræðislegt. Og óþarft. Því er svo við að bæta að fyrirtæki ættu alls ekki að hafa leyfi til að styrkja einstaklinga til framboðs; ekki hafa þau kosningarétt. Þegar þjóðin kýs einstakling til æðsta embættis á hún ein að koma að máli.Hvað er til ráða? Alþingi hefur skipað svona fyrir með lögum, en um er að ræða hámarksupphæðir. Frambjóðendur geta sjálfir komið sér saman um mun minni kostnað. Nú reynir á siðferðisþrek þeirra sem sækjast eftir embætti forseta. Eru þeir tilbúnir að jafna leikinn fyrirfram? Þar sem þjóðin og frambjóðendur eru enn á byrjunarreit má stinga upp á eftirfarandi reglum sem frambjóðendur koma sér saman um að fylgja sjálfviljugir. Um hvert einstakt framboð gildi: 1) Hámarkskostnaður verði 10 milljónir (auglýsingar, úthringingar og fleira meðtalið). 2) Ekki verði tekið við fé eða gæðum frá fyrirtækjum. 3) Hámarksframlög einstaklinga til hvers framboðs verði 10 þúsund krónur. (Til að ná 10 milljóna markinu þyrfti því 1.000 einstaklinga sem gæfu hámarksupphæð). 4) Engin takmörk verði á framlagi sjálfboðaliða, notkun á netmiðlun eða margmiðlun nema afnotagjöld takmarki. Framboðin komi sér saman um sameiginlegan vettvang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli: 1) Framboðin taka sameiginlega við framlögum fyrirtækja (að hámarki 400.000) til að reka kynningarsjóð undir stjórn trúnaðarmanna. Hér er komið í veg fyrir óæskileg áhrif atvinnugreina eða fyrirtækjasamsteypa á kosningabaráttu einstaklinga. 2) Framlög frá einstaklingum umfram kr. 10 þúsund og allt að kr. 400.000 rennni einnig í þennan sjóð. 3) Framboðin gefa út sameiginleg kynningarrit og standa fyrir framboðsfundum í öllum kjördæmum þar sem frambjóðendum er gert jafn hátt undir höfði. 4) Framboðin koma fram saman til viðræðu við helstu fjölmiðla um kynningarmál. Sjálfgefið er að Ríkisúvarpið gæti jafnræðis, hefð er fyrir því sama á Stöð 2 og tengdum miðlum. Kannað hvort helstu fréttablöð vilji móta jafnræðisstefnu að óskertu ritstjórnarfrelsi. 5) Framboðin koma sér saman um endurskoðanda og reikningsskilareglur til að tryggja að reglum sé fylgt.Kostirnir eru jafnræði Þessi blanda tryggir einstökum frambjóðendum talsvert rými til að skapa sérstöðu með kynningum og sjálfboðaliðastarfi innan ramma 10 milljóna króna. Varla telst það óhóf að verja sem kostnaði af einum vænum jeppa til framboðs enda hægt að skipuleggja stuðning víða að. Til viðbótar kæmi svo hinn sameiginlegi vettvangur þar sem allir sætu við sama borð og fengju að skína við ýmis tækifæri allt eftir verðleikum en ekki fjármagni umfram hina. Kosningar með þessum hætti (eða svipuðum) yrðu mun lýðræðislegri en Alþingi leggur til og til muna hóflegri án þess þó að nokkur hætta sé á að kjósendum verði illa þjónað. Hafni frambjóðandi að taka þátt í svona samstarfi verður hann dæmdur samkvæmt því af kjósendum. Að auki legg ég til að frambjóðendur ræði þá hugmynd að gera framboðum siðareglur í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir forsetaembættið. Þetta tvennt saman myndi skapa traust og velvilja í upphafi kosningabaráttu og brjóta blað í lýðræðissögu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Forsetakosningar í sumar verða próf í lýðræðisþroska. Ekki bara á þann hátt að frambjóðendur verða krafðir um skoðanir sínar á lýðræðisvæðingu sem er forsenda þess að byggja hið Nýja Ísland, heldur líka hvernig framboð verða fjármögnuð. Mikilvægt er að frambjóðendur standi jafnt að vígi til að kynna sig og stefnumál sín. Í ljósi grimmilegrar reynslu okkar Íslendinga af pólitískri spillingu er mikilvægt að jafna leikinn á sem flesta lund, ekki síður fyrir kjósendur en frambjóðendur. Því legg ég til að væntanlegir frambjóðendur komi sér saman um siðareglur og leikreglur er varða fjármál þeirra allra, umfram það sem lög kveða á um.Tugmillljóna framboð? Samkvæmt lögum Alþingis um fjármál framboða er leikurinn nú ójafn. Framboð til forseta Íslands má kosta viðkomandi frambjóðanda kringum 34 millljónir króna að hámarki. Miðað við hinn misskipta fjárhag landsmanna má ljóst vera að þetta fé verður ekki auðtekið frá mjólkurpeningum þúsunda heimila. Aðrir hafa úr meiru að spila, svo sem andvirði lítils sumarbústaðar. Væntanlegir frambjóðendur standa því ójafnir að vígi í upphafi. Stuðningsmenn framboða eru líka ójafnir. Hámarksupphæð sem fyrirtæki (lögaðilar) mega gefa er 400 þúsund krónur á ári til eins frambjóðanda (væntanlega sömu upphæð mörg ár i röð?). Einstaklingar mega gefa 400 þúsund krónur hver. (Hjón með tvö börn á kjörskrá gefa því 1.6 milljónir ef þau vilja). Allnokkur fjöldi heimila er í þeirri stöðu að geta gefið frambjóðanda 1-2 milljónir, eða meira ef gefið er líka í nafni afa og ömmu. Miklu fleiri heimili munu eiga erfitt með að hósta upp nokkrum tugum þúsunda og mörg hver láta sér nægja lægri upphæð fyrir sinn mann eða sína konu enda þröngt fyrir. Misskipting tekna og eigna skapar Íslendingum mismunandi möguleika til að styrkja frambjóðanda að vali. Þetta er í einu orði sagt: Ólýðræðislegt. Og óþarft. Því er svo við að bæta að fyrirtæki ættu alls ekki að hafa leyfi til að styrkja einstaklinga til framboðs; ekki hafa þau kosningarétt. Þegar þjóðin kýs einstakling til æðsta embættis á hún ein að koma að máli.Hvað er til ráða? Alþingi hefur skipað svona fyrir með lögum, en um er að ræða hámarksupphæðir. Frambjóðendur geta sjálfir komið sér saman um mun minni kostnað. Nú reynir á siðferðisþrek þeirra sem sækjast eftir embætti forseta. Eru þeir tilbúnir að jafna leikinn fyrirfram? Þar sem þjóðin og frambjóðendur eru enn á byrjunarreit má stinga upp á eftirfarandi reglum sem frambjóðendur koma sér saman um að fylgja sjálfviljugir. Um hvert einstakt framboð gildi: 1) Hámarkskostnaður verði 10 milljónir (auglýsingar, úthringingar og fleira meðtalið). 2) Ekki verði tekið við fé eða gæðum frá fyrirtækjum. 3) Hámarksframlög einstaklinga til hvers framboðs verði 10 þúsund krónur. (Til að ná 10 milljóna markinu þyrfti því 1.000 einstaklinga sem gæfu hámarksupphæð). 4) Engin takmörk verði á framlagi sjálfboðaliða, notkun á netmiðlun eða margmiðlun nema afnotagjöld takmarki. Framboðin komi sér saman um sameiginlegan vettvang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli: 1) Framboðin taka sameiginlega við framlögum fyrirtækja (að hámarki 400.000) til að reka kynningarsjóð undir stjórn trúnaðarmanna. Hér er komið í veg fyrir óæskileg áhrif atvinnugreina eða fyrirtækjasamsteypa á kosningabaráttu einstaklinga. 2) Framlög frá einstaklingum umfram kr. 10 þúsund og allt að kr. 400.000 rennni einnig í þennan sjóð. 3) Framboðin gefa út sameiginleg kynningarrit og standa fyrir framboðsfundum í öllum kjördæmum þar sem frambjóðendum er gert jafn hátt undir höfði. 4) Framboðin koma fram saman til viðræðu við helstu fjölmiðla um kynningarmál. Sjálfgefið er að Ríkisúvarpið gæti jafnræðis, hefð er fyrir því sama á Stöð 2 og tengdum miðlum. Kannað hvort helstu fréttablöð vilji móta jafnræðisstefnu að óskertu ritstjórnarfrelsi. 5) Framboðin koma sér saman um endurskoðanda og reikningsskilareglur til að tryggja að reglum sé fylgt.Kostirnir eru jafnræði Þessi blanda tryggir einstökum frambjóðendum talsvert rými til að skapa sérstöðu með kynningum og sjálfboðaliðastarfi innan ramma 10 milljóna króna. Varla telst það óhóf að verja sem kostnaði af einum vænum jeppa til framboðs enda hægt að skipuleggja stuðning víða að. Til viðbótar kæmi svo hinn sameiginlegi vettvangur þar sem allir sætu við sama borð og fengju að skína við ýmis tækifæri allt eftir verðleikum en ekki fjármagni umfram hina. Kosningar með þessum hætti (eða svipuðum) yrðu mun lýðræðislegri en Alþingi leggur til og til muna hóflegri án þess þó að nokkur hætta sé á að kjósendum verði illa þjónað. Hafni frambjóðandi að taka þátt í svona samstarfi verður hann dæmdur samkvæmt því af kjósendum. Að auki legg ég til að frambjóðendur ræði þá hugmynd að gera framboðum siðareglur í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis fyrir forsetaembættið. Þetta tvennt saman myndi skapa traust og velvilja í upphafi kosningabaráttu og brjóta blað í lýðræðissögu landsins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar