Gögnin um Geir gætu endað í skjalageymslu 20. janúar 2012 06:30 Starfsmenn Hæstaréttar bera inn hluta málsgagna þegar málið var þingfest fyrir Landsdómi 7. júní í fyrra. fréttablaðið/gva Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Á það hefur verið bent að með því að draga ákæruna til baka væri Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Með efnislegri meðferð Landsdóms muni fást svör við fjölmörgum spurningum sem brenna á þjóðinni; því gefist aðeins þetta eina tækifæri til að greina mikið magn gagna um aðkomu stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins, og þá í samhengi við vitnisburð Geirs H. Haarde og annarra lykilmanna í þeirri atburðarás. Því er knýjandi spurning hvað verður gert við málsgögnin ef Alþingi fellur frá málsókninni, þar sem það virðist ekki augljóst. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segist ekki hafa íhugað það hvernig farið verði með gögnin. Að stofni til séu þau sömu gögn og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum, enda málið grundvallað á niðurstöðu hennar. „Þetta yrði þá sakamál sem fellt væri niður og það þyrfti að skoða það hvort í gildi séu reglur um hvort aðgangur að þeim gögnum sé heimill eða hvort þau yrðu þá komin úr augsýn í ákveðinn tíma á grundvelli upplýsingalaga,“ segir Sigríður. „Ef þetta væri venjulegt mál fyrir Hæstarétti yrðu málsgögn hjá réttinum í ákveðinn tíma og svo færu þau á Þjóðskjalasafnið.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur, samkvæmt upplýsingum sem hann aflaði sér vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins, að „þau gögn sem fengist hafa til vinnslu við meðferð málsins [séu] þegar orðin opinber gögn“. Opinber gögn í hvaða skilningi? Þeirri spurningu hefur Ögmundur ekki haft svigrúm til að svara, þegar þetta er skrifað. Um 3.700 síður af gögnumÞað má teljast öruggt að öll málsgögn sem saksóknari Alþingis hefur safnað saman vegna málarekstursins fyrir Landsdómi verði lokuð almenningi í áratugi, fari svo að sakamál á hendur Geir H. Haarde verði fellt niður. Í lögum um landsdóm nr. 8/1963 segir ekkert um meðferð málsgagna sem falla til við málareksturinn. Hins vegar segir í 51. grein að lög um meðferð sakamála skuli gilda um þau atriði sem ekki eru sérstaklega skýrð í Landsdómslögunum. Um er að ræða tíu hefti með málsgögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíður að lengd, eins og kemur fram á heimasíðu saksóknara Alþingis. Meðal þeirra gagna sem saksóknari aflaði, og er þá stiklað á stóru, áður en ákæra var gefin út 10. maí 2011 er tölvupóstur Geirs á tímabilinu 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 ásamt fundargerðum og minnisgreinum frá ráðherrafundum ríkisstjórna Geirs á sama tímabili. Eins önnur gögn úr forsætisráðuneytinu; frá rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndinni sem fjallaði um störf hennar. Upplýsingalögin gilda bara um starfsemi stjórnvalda, ekki dómstóla eða Alþingis. Gögn í landsdómsmálinu eru væntanlega gögn í samspili á milli Alþingis og dómstóla og erfitt að ímynda sér að þau teljist gögn frá stjórnvöldum. Gögn sem saksóknari Alþingis hefur fengið frá Þjóðskjalasafninu, sem eru stærsti hluti málsgagnanna, verða væntanlega hluti málsskjala hans í málinu; yrðu hluti rannsóknargagna. Þau eru svo hluti af skjalasafni saksóknara Alþingis. Hvenær þau koma til Þjóðskjalasafns er óvíst; gögnum er jafnan ekki skilað strax til Þjóðskjalasafns. Þau munu hins vegar verða vistuð þar í fyllingu tímans. Aðgangur takmarkaðurUm aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands er fjallað í 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar segir að um aðgang að gögnum í safninu gildi ákvæði upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög og lög um upplýsingarétt um umhverfismál taka ekki til, skal mælt fyrir í reglugerð gefinni út af ráðherra mennta- og menningarmála að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Það á meðal annars við um gögn frá dómstólum. Það flækir málið hins vegar að slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þar sem slík reglugerð er ekki fyrir hendi fer líklega um aðgang að þessum gögnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eins og áður segir, en í 16. grein er fjallað um aðgang að gögnum í sakamálum. Af því ákvæði verður ráðið að aðgangur að þeim gögnum sem eru í vörslu safnsins er takmarkaður við aðila máls. Rétt er að geta þess að gögn sem rannsóknarnefndin safnaði heyra undir lög um Þjóðskjalasafn, en allt sem saksóknari Alþingis aflar sjálfur fellur undir lög um meðferð sakamála. Því ber þetta allt að sama brunni. Án efnislegrar meðferðar málsins fyrir Landsdómi er þess langt að bíða að frekari upplýsingar um aðkomu stjórnmálanna að hruninu rati fyrir sjónir fólksins í landinu. Í reglum um notkun og aðgengi að opinberum skjalasöfnum kemur fram að gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti séu meðal annars fundargerðir ríkisstjórna, bréfaskipti stjórnvalda og vinnuskjöl. Almennt eru þau lokuð í 30 ár, jafnvel lengur. Landsdómur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Á það hefur verið bent að með því að draga ákæruna til baka væri Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Með efnislegri meðferð Landsdóms muni fást svör við fjölmörgum spurningum sem brenna á þjóðinni; því gefist aðeins þetta eina tækifæri til að greina mikið magn gagna um aðkomu stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins, og þá í samhengi við vitnisburð Geirs H. Haarde og annarra lykilmanna í þeirri atburðarás. Því er knýjandi spurning hvað verður gert við málsgögnin ef Alþingi fellur frá málsókninni, þar sem það virðist ekki augljóst. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segist ekki hafa íhugað það hvernig farið verði með gögnin. Að stofni til séu þau sömu gögn og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum, enda málið grundvallað á niðurstöðu hennar. „Þetta yrði þá sakamál sem fellt væri niður og það þyrfti að skoða það hvort í gildi séu reglur um hvort aðgangur að þeim gögnum sé heimill eða hvort þau yrðu þá komin úr augsýn í ákveðinn tíma á grundvelli upplýsingalaga,“ segir Sigríður. „Ef þetta væri venjulegt mál fyrir Hæstarétti yrðu málsgögn hjá réttinum í ákveðinn tíma og svo færu þau á Þjóðskjalasafnið.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur, samkvæmt upplýsingum sem hann aflaði sér vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins, að „þau gögn sem fengist hafa til vinnslu við meðferð málsins [séu] þegar orðin opinber gögn“. Opinber gögn í hvaða skilningi? Þeirri spurningu hefur Ögmundur ekki haft svigrúm til að svara, þegar þetta er skrifað. Um 3.700 síður af gögnumÞað má teljast öruggt að öll málsgögn sem saksóknari Alþingis hefur safnað saman vegna málarekstursins fyrir Landsdómi verði lokuð almenningi í áratugi, fari svo að sakamál á hendur Geir H. Haarde verði fellt niður. Í lögum um landsdóm nr. 8/1963 segir ekkert um meðferð málsgagna sem falla til við málareksturinn. Hins vegar segir í 51. grein að lög um meðferð sakamála skuli gilda um þau atriði sem ekki eru sérstaklega skýrð í Landsdómslögunum. Um er að ræða tíu hefti með málsgögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíður að lengd, eins og kemur fram á heimasíðu saksóknara Alþingis. Meðal þeirra gagna sem saksóknari aflaði, og er þá stiklað á stóru, áður en ákæra var gefin út 10. maí 2011 er tölvupóstur Geirs á tímabilinu 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 ásamt fundargerðum og minnisgreinum frá ráðherrafundum ríkisstjórna Geirs á sama tímabili. Eins önnur gögn úr forsætisráðuneytinu; frá rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndinni sem fjallaði um störf hennar. Upplýsingalögin gilda bara um starfsemi stjórnvalda, ekki dómstóla eða Alþingis. Gögn í landsdómsmálinu eru væntanlega gögn í samspili á milli Alþingis og dómstóla og erfitt að ímynda sér að þau teljist gögn frá stjórnvöldum. Gögn sem saksóknari Alþingis hefur fengið frá Þjóðskjalasafninu, sem eru stærsti hluti málsgagnanna, verða væntanlega hluti málsskjala hans í málinu; yrðu hluti rannsóknargagna. Þau eru svo hluti af skjalasafni saksóknara Alþingis. Hvenær þau koma til Þjóðskjalasafns er óvíst; gögnum er jafnan ekki skilað strax til Þjóðskjalasafns. Þau munu hins vegar verða vistuð þar í fyllingu tímans. Aðgangur takmarkaðurUm aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands er fjallað í 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar segir að um aðgang að gögnum í safninu gildi ákvæði upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög og lög um upplýsingarétt um umhverfismál taka ekki til, skal mælt fyrir í reglugerð gefinni út af ráðherra mennta- og menningarmála að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Það á meðal annars við um gögn frá dómstólum. Það flækir málið hins vegar að slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þar sem slík reglugerð er ekki fyrir hendi fer líklega um aðgang að þessum gögnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eins og áður segir, en í 16. grein er fjallað um aðgang að gögnum í sakamálum. Af því ákvæði verður ráðið að aðgangur að þeim gögnum sem eru í vörslu safnsins er takmarkaður við aðila máls. Rétt er að geta þess að gögn sem rannsóknarnefndin safnaði heyra undir lög um Þjóðskjalasafn, en allt sem saksóknari Alþingis aflar sjálfur fellur undir lög um meðferð sakamála. Því ber þetta allt að sama brunni. Án efnislegrar meðferðar málsins fyrir Landsdómi er þess langt að bíða að frekari upplýsingar um aðkomu stjórnmálanna að hruninu rati fyrir sjónir fólksins í landinu. Í reglum um notkun og aðgengi að opinberum skjalasöfnum kemur fram að gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti séu meðal annars fundargerðir ríkisstjórna, bréfaskipti stjórnvalda og vinnuskjöl. Almennt eru þau lokuð í 30 ár, jafnvel lengur.
Landsdómur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira