Tillögur sem skaða ferðaþjónustu 30. janúar 2012 06:00 Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Stuðningur almennings við náttúruvernd hefur aukist að undanförnu, ekki síst vegna vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu. Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar mikið á milli ára og með því aukast gjaldeyristekjur um tugi milljarða króna. Óspillt náttúra er forsenda þessa vaxtar. Í könnun Ferðamálastofu síðastliðið sumar sögðu tæp 80% erlendra ferðamanna að íslensk náttúra hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðun að sækja Ísland heim og 72% töldu náttúruna helsta styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Viðtöl fjölmiðla við erlenda ferðamenn verða heldur ekki til þess að draga úr væntingum til náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Nýverið birtist t.d. viðtal í dagblaði við 75 ára Bandaríkjamann sem ferðast hefur til 62 landa. Vitnisburður hans undirstrikar hvers konar perla landið okkar er: „Íslensk náttúra er hreint út sagt ótrúleg. Fossarnir eru alveg sérstaklega fallegir. Ég hef séð marga fossa í Bandaríkjunum, en þeir jafnast ekkert á við fossana hér á Íslandi. Landslagið er stórbrotið og ég held að það sé mjög erfitt að komast í tæri við sambærilegar náttúruperlur og finna má hér á Íslandi annars staðar í heiminum.“ Vegna aukins mikilvægis ferðaþjónustu er fróðlegt að kynna sér afstöðu Samtaka ferðaþjónustunnar til draga að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða (Rammaáætlun). Samtökin telja að of mörgum svæðum verði fórnað undir virkjanir samkvæmt drögunum. Þau vekja meðal annars athygli á að fyrirhugaðar virkjanir á hálendinu, við jaðar stærsta þjóðgarðs Evrópu, muni eyðileggja verðmæt víðerni sem ferðmenn ferðast um langa leið til að njóta. Þá leggjast samtökin einnig gegn tillögum um virkjanir á jarðhitasvæðum Suðvesturlands með þeim rökum að svæðin séu gríðarlega mikilvæg fyrir styttri náttúruskoðunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu, t.d. fyrir sívaxandi fjölda ráðstefnugesta. Hægt er að kynna sér umsögn samtakanna í heild sinni á vef rammaáætlunar, rammaaaetlun.is. Á sama tíma og það rennur upp fyrir flestum hversu dýrmæt auðlind náttúran er þá gera tillögur rammaáætlunar ráð fyrir að fórna fjölda verðmætra svæða undir lítt arðbærar virkjanir. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra eru nú með þessi drög á sínu borði og vinna úr þeim tillögu sem verður vonandi lögð fyrir Alþingi á næstunni. Mikilvægt er að sú tillaga taki ríkt tillit til vaxandi ferðaþjónustu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar