Nýtt er orðið til Örn Bárður Jónsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Sjá meira
Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun