Nýtt er orðið til Örn Bárður Jónsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar