Orkan er takmörkuð auðlind Mörður Árnason skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun