Þjóðleikhúsið eða Skjár Einn? 21. febrúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun