Magni syngur til heiðurs Houston 1. mars 2012 16:00 Magni Ásgeirsson syngur á tónleikum til heiðurs Whitney Houston 22. mars. Mynd/heida.is „Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb Tónlist Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb
Tónlist Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira