Syngur um græðgina og spillinguna á Wall Street 1. mars 2012 20:30 Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira