Ekki týpískt þungarokk 4. mars 2012 14:00 Loftur, Ási, Kalli og Indriði eru vel gíraðir fyrir útgáfutónleika plötu sinnar Slaves á Gauk á Stöng í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum. Tónlist Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum.
Tónlist Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira