Látum börnin borga Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. mars 2012 06:00 Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar