Látum börnin borga Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. mars 2012 06:00 Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Hugkvæmni þeirra er vissulega mikil, sem háværastar kröfur gera um að aðrir borgi skuldir en þeir, sem til þeirra stofnuðu (og tala margir þar undir rós um skuldamál sjálfra sín). Lengi vel voru einkum sungin þar þrjú stef: 1. Látum útlendingana borga brúsann með góðu – eða illu (ekki vantar nú rembinginn!). 2. Látum hina borgarana í bænum axla byrðarnar – þ.e. skattborgarana. 3. Sendum afa og ömmu reikninginn. Látum þau borga með lífeyrinum. Mörg tilbrigði hafa verið samin við þessi stef – enda skortir fólkið ekki hugkvæmnina! Eitt nýjasta tilbrigðið er samið af doktor í hagfræðum sem jafnframt hefur kennt við háskólann. Henni, því þetta er kona, datt í hug að búa til nýja útgáfu af rússneskri rúllettu. Hún er þannig að prenta á massa af seðlum, senda þá úr prentsmiðju gegnum Seðlabankann í sjóð, þaðan inn til skuldaranna, frá þeim í bankana og þaðan aftur í Seðlabankann. Með þessari útgáfu af rússneskri rúllettu segir doktorinn að hægt sé að gera allt fyrir alla án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Ef svona rúllettur eru kenndar í viðskipta- og hagfræðideild HÍ er ekki undarlegt að fólk útskrifað þaðan hafi sett landið á höfuðið á aðeins fjórum árum. Þetta er nefnilega bara tilbrigði við stef nr. 2. Það eina, sem er alveg öruggt sé þessi rússneska rúlletta spiluð er að byssukúlan lendir í hausnum á skattborgaranum. Í augum doktorsins kostar það svo sem ekki neitt. Í augum hans er skattborgarinn séríslensk auðlind, sem er þar að auki ókeypis. Í þessari hljómkviðu heyrðist þó á dögunum nýtt stef. Þá var gerð tillaga um að skattstofn, sem á að nýtast kynslóð barna skulduga fólksins, yrði skattlagður fyrirfram og peningarnir notaðir til þess að greiða skuldir foreldranna. Niðurstaðan er nákvæmlega sú hin sama og ef tillagan hefði verið gerð um að tekið yrði lán fyrir foreldrana sem börnin síðan ættu að borga. Það er næsta eðlilegt þegar nálgast kosningar, að pólitíkusar beri kvíðboga fyrir kjósendum. En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki hafa atkvæðisrétt greiði fyrir atkvæðin – er það nú ekki svolítið langsótt. Getur það verið að menn vinni pólitíska sigra á slagorðinu: LÁTUM BÖRNIN BORGA!
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun