Melódískt og skrítið popp 8. mars 2012 12:30 The Shins á Grammy-hátíðinni árið 2008. Hún var tilnefnd til fyrir bestu alternative-plötuna. nordicphotos/getty Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi. Fjórða plata bandarísku indísveitarinnar The Shins kemur út 16. mars. Hún heitir Port of Morrow og er sú fyrsta sem sveitin gefur út hjá nýju útgáfufyrirtæki forsprakkans James Mercer, Aural Apothecary. The Shins var stofnuð árið 1996 í borginni Albuquerque í Nýju-Mexíkó en er núna með bækistöðvar í Portland í Oregon. Fyrst átti The Shins að vera hliðarverkefni Mercers enda hafði hann áður stofnað Flake Music. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana ákvað hann að einbeita sér að The Shins og réð trommarann Jesse Sandoval í bandið. Síðar meir áttu hljómborðsleikarinn Marty Crandall og bassaleikarinn Dave Hernandez eftir að bætast í hópinn en bæði þeir og Sandoval eru núna hættir í sveitinni. Mercer hafði kennt sjálfum sér á gítar sem unglingur með því að hlusta á sveitir á borð við My Bloody Valentine og Echo & The Bunnymen. Með tímanum fékk hann aukinn áhuga á popptónlist sjöunda áratugarins og vönduðum lagasmíðum. Fyrsta platan, Oh! Inverted World, kom út 2001. Þar vakti The Shins vakti töluverða athygli fyrir ferska, melódíska og stundum skrítna popp-rokktónlist sína. Næsta plata, Chutes Too Narrow, leit dagsins ljós tveimur árum síðar og þar var meira kjöt á beinunum en á frumburðinum. Árið eftir var lagið New Slang notað í kvikmyndinni Garden State með Natalie Portman í aðalhlutverki og jók það vinsældir The Shins til muna. Þriðja platan, Winching the Night Away, kom út 2007. Hún var sú síðasta til að koma út á vegum Sub Pop og fékk mjög góðar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún fór beint í annað sæti Billboard-listans. Port of Morrow var tekin upp í Los Angeles og Portland á síðasta ári. Sem fyrr sá Mercer um lagasmíðarnar, sönginn og meirihlutann af hljóðfæraleiknum. The Shins ætlar að fylgja plötunni eftir með spilamennsku í Evrópu og í Bandaríkjunum fram á haust. Fyrst spilar sveitin í þættinum Saturday Night Live á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira