Flest lönd búin að velja lögin í Eurovision 11. mars 2012 11:00 Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira