Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu 14. mars 2012 08:00 Steingrímur J. Sigfússon sagðist í Landsdómi í gær hafa það skjalfest meðal annars með ræðum og frumvörpum frá Alþingi að hann hafi talið efnahagsmálin stefna í óefni frá árinu 2005. Fréttablaðið/GVA Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist. Landsdómur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist.
Landsdómur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira