Barcelona er of sterkt fyrir Milan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Augu margra verða á Zlatan Ibrahimovic er hann mætir sínu gamla félagi á ný. Mynd/Nordic Photos/Getty Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira