Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum 19. mars 2012 11:00 Útrás í rokkinu Fótboltamaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson fær útrás í rokkinu sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu hans á vellinum.Fréttablaðið/Valli Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira