Vilja endurheimta æskulýðsfulltrúann 22. mars 2012 09:30 Blönduós Vinsæll æskulýðsfulltrúi er hættur vegna lágra launa en segir sig langa að snúa aftur og margir skora á bæjaryfirvðld að greiða fyrir því. Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. „Mér finnst þetta náttúrlega alveg frábært," segir Rannveig Rós Bjarnadóttir á Hólabaki, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi frá árinu 2006 en sagði starfinu upp í fyrrahaust vegna bágra launakjara og lét af störfum um síðustu mánaðamót. Starfsvettvangur hennar var félagsmiðstöðin Skjólið. „Það er eindregin ósk þeirra sem skrifa undir að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að gera allt hvað þau geta til að halda í Rannveigu. Viljum við með þessum undirskriftalista skora á stjórn Blönduósbæjar að taka þetta mál fyrir á stjórnar- og/eða nefndarfundum bæjarins og reyna að ná sáttum við Rannveigu í málinu," segir í áskoruninni. Bæjarráðið sagði að því hefði verið ókunnugt um að æskulýðsfulltrúinn væri ósáttur við starfskjörin. „Æskulýðsfulltrúi hefur unnið farsælt starf og leitt er ef starfslok hennar beri að með ósætti," bókaði bæjarráðið. „Ég hef þá líklega unnið mína vinnu, ég vona það að minnsta kosti," segir Rannveig um undirskriftasöfnunina sem hún kveðst ekki hafa vitað af. Spurð hvort hún geti hugsað sér að snúa aftur ef kjörin verði betri svarar Rannveig einfaldlega: „Já, mig langar það."- gar Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. „Mér finnst þetta náttúrlega alveg frábært," segir Rannveig Rós Bjarnadóttir á Hólabaki, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi frá árinu 2006 en sagði starfinu upp í fyrrahaust vegna bágra launakjara og lét af störfum um síðustu mánaðamót. Starfsvettvangur hennar var félagsmiðstöðin Skjólið. „Það er eindregin ósk þeirra sem skrifa undir að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að gera allt hvað þau geta til að halda í Rannveigu. Viljum við með þessum undirskriftalista skora á stjórn Blönduósbæjar að taka þetta mál fyrir á stjórnar- og/eða nefndarfundum bæjarins og reyna að ná sáttum við Rannveigu í málinu," segir í áskoruninni. Bæjarráðið sagði að því hefði verið ókunnugt um að æskulýðsfulltrúinn væri ósáttur við starfskjörin. „Æskulýðsfulltrúi hefur unnið farsælt starf og leitt er ef starfslok hennar beri að með ósætti," bókaði bæjarráðið. „Ég hef þá líklega unnið mína vinnu, ég vona það að minnsta kosti," segir Rannveig um undirskriftasöfnunina sem hún kveðst ekki hafa vitað af. Spurð hvort hún geti hugsað sér að snúa aftur ef kjörin verði betri svarar Rannveig einfaldlega: „Já, mig langar það."- gar
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira