Skref í ranga átt Elínborg Bárðardóttir skrifar 23. mars 2012 06:00 Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar