Konurnar hafa ekki allar efni á aðgerð 24. mars 2012 08:00 PIP Fjarlægður á landspítalanum Saga Ýrr lýsir sumum púðunum sem teknir voru úr brjóstum kvennanna á LSH eins og appelsínumarmelaði.Fréttablaðið/vilhelm Ekki hafa allar þær konur sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum efni á því að láta fjarlægja púðana á Landspítalanum. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögfræðingur kvennanna. Þrátt fyrir að ríkið komi til móts við konur sem vilja láta fjarlægja púðana úr brjóstum sínum, þurfa þær samt sem áður að greiða lágmarksgjald fyrir aðgerðina, sem er 30 þúsund krónur. „Svo er maður hræddur um konurnar sem eru með púða en þora ekki að láta fjarlægja þá vegna þess að þær vilja ekki enda brjóstalausar. Þær hafa einfaldlega ekki efni á því að fá nýja púða," segir Saga. Eins og fram hefur komið verða nýir púðar ekki settir í konurnar í sömu aðgerð, þó þær greiði sjálfar fyrir þá. Búið er að fjarlægja PIP-púða úr ellefu konum á Landspítalanum og eru áætlaðar fleiri aðgerðir út næsta mánuð. Sumir púðarnir eru komnir í mauk og hafa aðgerðirnar reynst mun umfangsmeiri en búist var við í fyrstu, að sögn Sögu. „Það eru mjög slæm tilvik," segir Saga. „En sem betur fer eru þeir ekki allir svona slæmir." Henni finnst líklegt að fleiri tugir kvenna muni fara í formlega lögsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem bæði flutti inn PIP-púðana og setti þá í konurnar, þegar aðgerðunum lýkur. - sv PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ekki hafa allar þær konur sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum efni á því að láta fjarlægja púðana á Landspítalanum. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögfræðingur kvennanna. Þrátt fyrir að ríkið komi til móts við konur sem vilja láta fjarlægja púðana úr brjóstum sínum, þurfa þær samt sem áður að greiða lágmarksgjald fyrir aðgerðina, sem er 30 þúsund krónur. „Svo er maður hræddur um konurnar sem eru með púða en þora ekki að láta fjarlægja þá vegna þess að þær vilja ekki enda brjóstalausar. Þær hafa einfaldlega ekki efni á því að fá nýja púða," segir Saga. Eins og fram hefur komið verða nýir púðar ekki settir í konurnar í sömu aðgerð, þó þær greiði sjálfar fyrir þá. Búið er að fjarlægja PIP-púða úr ellefu konum á Landspítalanum og eru áætlaðar fleiri aðgerðir út næsta mánuð. Sumir púðarnir eru komnir í mauk og hafa aðgerðirnar reynst mun umfangsmeiri en búist var við í fyrstu, að sögn Sögu. „Það eru mjög slæm tilvik," segir Saga. „En sem betur fer eru þeir ekki allir svona slæmir." Henni finnst líklegt að fleiri tugir kvenna muni fara í formlega lögsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni, sem bæði flutti inn PIP-púðana og setti þá í konurnar, þegar aðgerðunum lýkur. - sv
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira