Masters 2012: Norður-Írinn lifir í "andlegri-Greg Norman“ blöðru 4. apríl 2012 22:45 Rory McIlroy. Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði á mótinu en fæstir muna eftir því. Klúðrið hjá McIlroy stóð upp úr þegar mótið var gert upp í fjölmiðlum. McIlroy lærði af reynslunni og hann reis upp úr öskunni átta vikum síðar þegar hann sigraði með glæsibrag á Opna bandaríska meistaramótinu – og landaði þar með sínum fyrsta sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara á hverju ári. McIlroy ætlar að læra af reynslunni og mun hann loka sig algjörlega frá því sem er að gerast í hinu daglega lífi á meðan Mastersmótið fer fram. Hann ætlar að búa til „andlega blöðru" sem hann mun dvelja í á meðan keppnin fer fram. McIlroy fékk góð ráð frá reyndum köppum eftir lokadaginn á Mastersmótinu fyrir ári. Þar fór fremstur í flokki „Hvíti hákarlinn" Greg Norman frá Ástralíu. Ef einhver þekkir þá tilfinningu að standa uppi með ekki neitt í höndunum eftir lokadag á risamóti þá er það Norman. Hann hefur átta sinnum á ferlinum endað í öðru sæti á stórmóti – sem er reyndar ekki met. Jack Nicklaus endaði 19 sinnum í öðru sæti og Bandaríkjamaðurinn Tom Watson deilir öðru sætinu með Norman á þessum lista. „Greg Norman hefur ávallt gefið sér tíma til þess að ráðleggja mér og hann er frábær manneskja sem vill öllum vel. Hann hafði samband við mig eftir mótið á Augusta í fyrra og gaf mér góð ráð. Eitt af þeim var að ég ætti ekki að fylgjast með því sem er að gerast fyrir utan golfvöllinn á meðan mótið fer fram. Ekki lesa blöð, horfa á sjónvarpsfréttir eða nota samskiptavefi. Ég þarf að loka mig algjörlega af og einbeita mér að golfinu og mótinu sjálfu. Ég hef verið að æfa mig í þessu og það hefur gengið vel. Norman náði góðum tökum á þessu þegar hann var á hátindi ferilsins og ég hlusta þegar hann gefur mér ráð," sagði McIlroy. Broccoli og kjúklingur í öll málRory McIlroy.Hinn 22 ára gamli Norður-Íri hefur komið með ferska vinda inn í atvinnugolfið og áhugi fjölmiðla á kylfingnum hefur stóraukist eftir að hann opinberaði samband sitt við eina bestu tenniskonu heims, Caroline Wozniacki frá Danmörku. Á undanförnum 16 mánuðum hefur McIlroy verið í samstarfi við Steve McGregor sem er einn þekktasti styrktarþjálfari Bretlands. McGregor hafði áður gjörbreytt líkamsástandi enska kylfingsins Lee Westwood sem er í þriðja sæti heimslistans. Í viðtali við bandaríska tímaritið Men's Health segir McIlroy að hann hafi öðlast meiri stöðugleika í golfsveiflunni eftir að hann hóf að taka á lóðunum af enn meiri krafti en áður. McIlroy verður seint sagður „tröll að vexti" en hann er rétt um 72 kg að þyngd og 1,80 m á hæð. Hann leikur sér að því að slá 270 metra upphafshögg en aukin högglengd var ekki það sem McIlroy vildi fá út úr styrktaræfingunum. Högglengd Norður-Írans ætti að nýtast vel á Augusta en högglangir kylfingar hafa oft haft betur en þeir sem slá styttra á þessu stórmóti. Styrktarþjálfun McIlroy hefur m.a. snúist um að fá betra jafnvægi í vöðvastyrkinn í efri hlutann en aðaláherslan var lögð á að styrkja neðri líkamshluta á borð við mjaðmir, kálfa og lærvöðva þar sem krafturinn í golfsveiflunni verður til. Líkamsfituhlutfallið hjá McIlroy hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og hann hefur einnig gjörbreytt matarvenjum sínum. Kjúklingur og brokkólí er aðalrétturinn hjá einum besta kylfingi heims.Einstakur kylfingur Hinn reyndi kylfingur Gary Player frá Suður-Afríku spáir því að Rory McIlroy eigi eftir að vinna fleiri stórmót en Player gerði sjálfur á löngum ferli sínum. Player sigraði alls á 9 stórmótum og þar af tvívegis á Mastersmótinu. Hinn 76 ára gamli Player hefur mikla trú á Norður-Íranum. „Þessi ungi maður hefur hæfileika. Þegar hann fer að sýna meiri stöðugleika í púttunum þá á hann eftir að vinna fleiri risamót. Það eru margir með hæfileika þarna úti, þar má nefna Charl Schwartzel og Jason Day – en Rory er einstakur," sagði Player í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail á dögunum. Golf Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði á mótinu en fæstir muna eftir því. Klúðrið hjá McIlroy stóð upp úr þegar mótið var gert upp í fjölmiðlum. McIlroy lærði af reynslunni og hann reis upp úr öskunni átta vikum síðar þegar hann sigraði með glæsibrag á Opna bandaríska meistaramótinu – og landaði þar með sínum fyrsta sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara á hverju ári. McIlroy ætlar að læra af reynslunni og mun hann loka sig algjörlega frá því sem er að gerast í hinu daglega lífi á meðan Mastersmótið fer fram. Hann ætlar að búa til „andlega blöðru" sem hann mun dvelja í á meðan keppnin fer fram. McIlroy fékk góð ráð frá reyndum köppum eftir lokadaginn á Mastersmótinu fyrir ári. Þar fór fremstur í flokki „Hvíti hákarlinn" Greg Norman frá Ástralíu. Ef einhver þekkir þá tilfinningu að standa uppi með ekki neitt í höndunum eftir lokadag á risamóti þá er það Norman. Hann hefur átta sinnum á ferlinum endað í öðru sæti á stórmóti – sem er reyndar ekki met. Jack Nicklaus endaði 19 sinnum í öðru sæti og Bandaríkjamaðurinn Tom Watson deilir öðru sætinu með Norman á þessum lista. „Greg Norman hefur ávallt gefið sér tíma til þess að ráðleggja mér og hann er frábær manneskja sem vill öllum vel. Hann hafði samband við mig eftir mótið á Augusta í fyrra og gaf mér góð ráð. Eitt af þeim var að ég ætti ekki að fylgjast með því sem er að gerast fyrir utan golfvöllinn á meðan mótið fer fram. Ekki lesa blöð, horfa á sjónvarpsfréttir eða nota samskiptavefi. Ég þarf að loka mig algjörlega af og einbeita mér að golfinu og mótinu sjálfu. Ég hef verið að æfa mig í þessu og það hefur gengið vel. Norman náði góðum tökum á þessu þegar hann var á hátindi ferilsins og ég hlusta þegar hann gefur mér ráð," sagði McIlroy. Broccoli og kjúklingur í öll málRory McIlroy.Hinn 22 ára gamli Norður-Íri hefur komið með ferska vinda inn í atvinnugolfið og áhugi fjölmiðla á kylfingnum hefur stóraukist eftir að hann opinberaði samband sitt við eina bestu tenniskonu heims, Caroline Wozniacki frá Danmörku. Á undanförnum 16 mánuðum hefur McIlroy verið í samstarfi við Steve McGregor sem er einn þekktasti styrktarþjálfari Bretlands. McGregor hafði áður gjörbreytt líkamsástandi enska kylfingsins Lee Westwood sem er í þriðja sæti heimslistans. Í viðtali við bandaríska tímaritið Men's Health segir McIlroy að hann hafi öðlast meiri stöðugleika í golfsveiflunni eftir að hann hóf að taka á lóðunum af enn meiri krafti en áður. McIlroy verður seint sagður „tröll að vexti" en hann er rétt um 72 kg að þyngd og 1,80 m á hæð. Hann leikur sér að því að slá 270 metra upphafshögg en aukin högglengd var ekki það sem McIlroy vildi fá út úr styrktaræfingunum. Högglengd Norður-Írans ætti að nýtast vel á Augusta en högglangir kylfingar hafa oft haft betur en þeir sem slá styttra á þessu stórmóti. Styrktarþjálfun McIlroy hefur m.a. snúist um að fá betra jafnvægi í vöðvastyrkinn í efri hlutann en aðaláherslan var lögð á að styrkja neðri líkamshluta á borð við mjaðmir, kálfa og lærvöðva þar sem krafturinn í golfsveiflunni verður til. Líkamsfituhlutfallið hjá McIlroy hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og hann hefur einnig gjörbreytt matarvenjum sínum. Kjúklingur og brokkólí er aðalrétturinn hjá einum besta kylfingi heims.Einstakur kylfingur Hinn reyndi kylfingur Gary Player frá Suður-Afríku spáir því að Rory McIlroy eigi eftir að vinna fleiri stórmót en Player gerði sjálfur á löngum ferli sínum. Player sigraði alls á 9 stórmótum og þar af tvívegis á Mastersmótinu. Hinn 76 ára gamli Player hefur mikla trú á Norður-Íranum. „Þessi ungi maður hefur hæfileika. Þegar hann fer að sýna meiri stöðugleika í púttunum þá á hann eftir að vinna fleiri risamót. Það eru margir með hæfileika þarna úti, þar má nefna Charl Schwartzel og Jason Day – en Rory er einstakur," sagði Player í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail á dögunum.
Golf Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn