Masters 2012: Eftirvænting – og spenna Þorsteinn Hallgrímsson á Augusta-vellinum í Georgíu skrifar 4. apríl 2012 06:00 Ungu kylfingarnir söfnuðu eiginhandaráritunum við æfingasvæðið á Augusta og voru þeir ánægðir. mynd/friðirk þór Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Ég persónulega tel að þeir sem eru á innan við 6 höggum frá efsta manni fyrir lokadag eigi góðan möguleika á sigri með flottum hring á lokadegi. Við megum ekki gleyma frábærum lokaholum hjá meistara síðasta árs, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku sem fékk fjóra fugla á fjórum síðustu brautum vallarins eftir að hafa verið höggi á eftir Jason Day og Adam Scott þegar hann stóð á 15. teig. Það er allavega alveg á hreinu að það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikil spenna fyrir þetta sögufræga mót sem fyrst var haldið árið 1934. Ég get fullyrt eftir að hafa gengið völlinn hér á æfingadögunum þá eru allar aðstæður frábærar fyrir leikmenn til þess að leika gott golf en ég segi ekki að þær séu auðveldar. Mesti munurinn við völlinn frá því að vera á staðnum eða horfa á í sjónvarpi er hve völlurinn er hæðóttur. Á mörgum brautum er hæðarmismunur frá teig að flöt 10-30 metrar. Einnig er gaman að sjá hvað flatirnar eru litlar og hve mikið landslag er í þeim. Nú skilur maður mun betur þegar þessir frábæru kylfingar eru að þrípútta kannski 3 metra pútt. Það er engin kargi á vellinum og utan brautar er grasið slegið í um 15 mm. Umhirða og snyrtimennska á vellinum og öllu svæðinu er langt fram úr öllu sem ég hef séð. Það er alveg á hreinu að völlurinn skartar sínu fegursta þessa vikuna og hér talar fólk um að mest spennandi Mastersmótið í tugi ára hefjist á fimmtudag þar sem Tiger Woods, Phil Mickelson, Luke Donald og Rory McIlroy hafi allir unnið mót á síðustu vikum og eru í fantaformi. Eitt er víst að Mastersmótið árið 2012 hefur sjaldan boðið upp á meiri spennu. Tilhlökkunin er því mikil hjá golfunnendum og er ég á meðal þeirra. Góða skemmtun. Golf Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leikmönnum sem og áhorfendum um hvernig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Umgjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um einvígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarnir í dag. Ég persónulega tel að þeir sem eru á innan við 6 höggum frá efsta manni fyrir lokadag eigi góðan möguleika á sigri með flottum hring á lokadegi. Við megum ekki gleyma frábærum lokaholum hjá meistara síðasta árs, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku sem fékk fjóra fugla á fjórum síðustu brautum vallarins eftir að hafa verið höggi á eftir Jason Day og Adam Scott þegar hann stóð á 15. teig. Það er allavega alveg á hreinu að það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikil spenna fyrir þetta sögufræga mót sem fyrst var haldið árið 1934. Ég get fullyrt eftir að hafa gengið völlinn hér á æfingadögunum þá eru allar aðstæður frábærar fyrir leikmenn til þess að leika gott golf en ég segi ekki að þær séu auðveldar. Mesti munurinn við völlinn frá því að vera á staðnum eða horfa á í sjónvarpi er hve völlurinn er hæðóttur. Á mörgum brautum er hæðarmismunur frá teig að flöt 10-30 metrar. Einnig er gaman að sjá hvað flatirnar eru litlar og hve mikið landslag er í þeim. Nú skilur maður mun betur þegar þessir frábæru kylfingar eru að þrípútta kannski 3 metra pútt. Það er engin kargi á vellinum og utan brautar er grasið slegið í um 15 mm. Umhirða og snyrtimennska á vellinum og öllu svæðinu er langt fram úr öllu sem ég hef séð. Það er alveg á hreinu að völlurinn skartar sínu fegursta þessa vikuna og hér talar fólk um að mest spennandi Mastersmótið í tugi ára hefjist á fimmtudag þar sem Tiger Woods, Phil Mickelson, Luke Donald og Rory McIlroy hafi allir unnið mót á síðustu vikum og eru í fantaformi. Eitt er víst að Mastersmótið árið 2012 hefur sjaldan boðið upp á meiri spennu. Tilhlökkunin er því mikil hjá golfunnendum og er ég á meðal þeirra. Góða skemmtun.
Golf Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn