Það er nefnilega vitlaust gefið Margrét Kristmannsdóttir skrifar 5. apríl 2012 06:00 Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræðing sem þekkir mjög vel til fjárlagagerðar til að fara yfir fjárlög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veitir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum komast verslun og þjónusta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll. Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veittir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnugreinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum verslunar á milli mánaða og er mikilvægt stjórntæki í rekstri smásöluverslana. Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostnaði setursins. Eftir áralanga baráttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þessir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráðherra hefst því sama raunagangan – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða. Þegar nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjónusta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kostum að mestu okkar eigin rannsóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnugreinar í landinu. Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræðing sem þekkir mjög vel til fjárlagagerðar til að fara yfir fjárlög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veitir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum komast verslun og þjónusta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll. Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veittir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnugreinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum verslunar á milli mánaða og er mikilvægt stjórntæki í rekstri smásöluverslana. Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostnaði setursins. Eftir áralanga baráttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þessir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráðherra hefst því sama raunagangan – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða. Þegar nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjónusta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kostum að mestu okkar eigin rannsóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnugreinar í landinu. Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur?
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar