Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs 23. apríl 2012 06:30 Geir H. Haarde mun mæta fimmtán dómurum sem sæti eiga í Landsdómi í síðasta skipti í dag, þegar dómur verður kveðinn upp í máli sem Alþingi höfðaði á hendur honum.Fréttablaðið/GVA Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira