Spila þungarokk á skemmtiferðaskipi 23. apríl 2012 11:00 „Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur," segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. „Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó," segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi. Siglingin er vinsæl meðal þungarokksaðdáenda og mikið fjör þá fjóra daga sem siglingin stendur yfir. Barir skipsins loka aldrei og meðal þeirra tómstunda sem standa farþegum til boða er þungarokkskarókí. Hver sveit spilar tvisvar sinnum í ferðinni en skipið tekur 3.000 farþega og kostar miðinn frá 85 þúsund íslenskra króna. „Það eru fullt af stórum nöfnum að spila þarna með okkur eins og Sepultura og Enslaved. Við erum að athuga hvort við getum ekki skipulagt fleiri tónleika í Bandaríkjunum í kringum þessa siglingu," segir Addi en sveitin er þessa dagana stödd í vikulöngum Finnlandstúr. „Við erum að rúnta um á 35 ára gamalli Scania rútu milli bæja hér í Finnlandi. Á morgun þurfum við að keyra í sjö tíma og ég á von á því að það verði nokkuð sveitt." Hægt er að nálgast allar upplýsingar um siglinguna á vefsíðunni Bargetohell.com. -áp Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur," segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. „Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó," segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi. Siglingin er vinsæl meðal þungarokksaðdáenda og mikið fjör þá fjóra daga sem siglingin stendur yfir. Barir skipsins loka aldrei og meðal þeirra tómstunda sem standa farþegum til boða er þungarokkskarókí. Hver sveit spilar tvisvar sinnum í ferðinni en skipið tekur 3.000 farþega og kostar miðinn frá 85 þúsund íslenskra króna. „Það eru fullt af stórum nöfnum að spila þarna með okkur eins og Sepultura og Enslaved. Við erum að athuga hvort við getum ekki skipulagt fleiri tónleika í Bandaríkjunum í kringum þessa siglingu," segir Addi en sveitin er þessa dagana stödd í vikulöngum Finnlandstúr. „Við erum að rúnta um á 35 ára gamalli Scania rútu milli bæja hér í Finnlandi. Á morgun þurfum við að keyra í sjö tíma og ég á von á því að það verði nokkuð sveitt." Hægt er að nálgast allar upplýsingar um siglinguna á vefsíðunni Bargetohell.com. -áp
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira