Lágstemmd og leyndardómsfull 28. apríl 2012 18:00 Hljómsveitin Sigur Rós fær þrjár stjörnur í Q fyrir plötuna Valtara. nordicphotos/getty Sigur Rós fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í breska tónlistartímaritinu Q fyrir plötuna Valtara. Þar segir að tónlistin hafi yfir sér leyndardómsfullan blæ og líkir henni við Riceboy Sleeps, plötuna sem söngvarinn Jónsi og Alex Somers sendu frá sér fyrir þremur árum. Valtari sé lágstemmdari en flest annað sem Sigur Rós hafi gert og söngur Jónsa hreinlega hverfi í fimmta laginu af átta og hljómi eftir það ekki meir á plötunni. „Hin rólega uppbygging laganna krefst þess að þú leggir vel við hlustir og þeir verðlauna þá þolinmæði með ambient-tónum, stuttri útgáfu af fegurð,“ segir í dómnum. „Eftir smá stund ferðu á uppreisnarkenndan hátt að velta fyrir þér hvað myndi gerast ef þú myndir setja rödd Celine Dion í My Heart Will Go On í staðinn fyrir rödd Jónsa í Dauðalogni.“ Gagnrýnandinn segir að fegurðin hafi ávallt verið aðall Sigur Rósar og ekki sé annað hægt en að heillast af lögunum Fjögur píanó og Varúð. Plötuna vanti samt í heildina meiri ákefð og spennu. „Ekki hata þá vegna þess að þeir spila fallega tónlist. Vertu frekar pirraður yfir því að fegurðin skiptir þá svona miklu máli.“ - fb Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sigur Rós fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í breska tónlistartímaritinu Q fyrir plötuna Valtara. Þar segir að tónlistin hafi yfir sér leyndardómsfullan blæ og líkir henni við Riceboy Sleeps, plötuna sem söngvarinn Jónsi og Alex Somers sendu frá sér fyrir þremur árum. Valtari sé lágstemmdari en flest annað sem Sigur Rós hafi gert og söngur Jónsa hreinlega hverfi í fimmta laginu af átta og hljómi eftir það ekki meir á plötunni. „Hin rólega uppbygging laganna krefst þess að þú leggir vel við hlustir og þeir verðlauna þá þolinmæði með ambient-tónum, stuttri útgáfu af fegurð,“ segir í dómnum. „Eftir smá stund ferðu á uppreisnarkenndan hátt að velta fyrir þér hvað myndi gerast ef þú myndir setja rödd Celine Dion í My Heart Will Go On í staðinn fyrir rödd Jónsa í Dauðalogni.“ Gagnrýnandinn segir að fegurðin hafi ávallt verið aðall Sigur Rósar og ekki sé annað hægt en að heillast af lögunum Fjögur píanó og Varúð. Plötuna vanti samt í heildina meiri ákefð og spennu. „Ekki hata þá vegna þess að þeir spila fallega tónlist. Vertu frekar pirraður yfir því að fegurðin skiptir þá svona miklu máli.“ - fb
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira