Sálarrokk úr Suðurríkjum 3. maí 2012 16:00 Bandaríska hljómsveitin Alabama Shakes hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir grípandi Suðurríkjarokk sitt. Fyrsta platan er nýkomin út. Hljómsveitin hefur vakið athygli með lagi sínu Hold On sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem Kings of Leon hefði getað sent frá sér. Þetta Suðurríkja-sálarrokklag er tekið af fyrstu plötu sveitarinnar, Boys & Girls, sem kom út í síðasta mánuði. Alabama Shakes var stofnuð í menntaskóla í Aþenu í Alabama. Söngkonan Brittany Howard, sem hafði lært á gítar nokkrum árum áður, spurði bassaleikarann Zac Cockrell hvort hann vildi spila með henni. Þau byrjuðu að hittast eftir skóla og semja saman. Trommarinn Steve Johnson vann í einu plötubúðinni í bænum og Howard frétti af því að hann kynni að spila á trommur. Hún bauð honum í hljómsveitina og þau héldu áfram að þróa hljóm sinn. Tríóið fór í hljóðver og tók upp nokkur prufulög. Gítarleikarinn Heath Fogg, sem hafði gengið í sama skóla og þau, heyrði lögin og bauð þeim að hita upp fyrir hljómsveitina sína. Það gerðu þau með því skilyrði að hann spilaði með þeim og eftir það gekk hann til liðs við bandið. Tónleikarnir gengu mjög vel og eftir þá bættust nokkur tökulög við tónleikadagsskrána eftir Led Zeppelin, James Brown, Otis Redding og AC/DC. Á þessum tíma kallaði hljómsveitin sig einfaldlega The Shakes. Næst á dagskrá var að drífa sig til Nashville í hljóðver. Þar spilaði sveitin einnig í plötubúð við góðar undirtektir og eftir að tónlistarbloggari setti lagið You Ain"t Alone á vefsíðuna sína hrúguðust inn tölvupóstar til Howard daginn eftir frá útgáfufyrirtækjum og umboðsmönnum. Nafninu var breytt í Alabama Shakes, sveitin fór í tónleikaferð með Drive-By Truckers og fyrsta smáskífulagið Hold On leit dagsins ljós í djammi á miðjum tónleikum. Í október í fyrra spilaði hljómsveitin á CMJ-hátíðinni í New York-borg og fengu tónleikarnir frábæra dóma hjá New York Times. Núna er fyrsta platan komin út og náði hún þriðja sæti breska vinsældarlistans og því áttunda á þeim bandaríska. Alabama Shakes verður á tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin í sumar. Hún spilar á öllum helstu hátíðunum, þar á meðal Hróarskeldu, Rock Werchter, Lollapalooza og Bestival, og á vafalítið eftir að heilla tónleikagesti upp úr skónum með einlægu Suðurríkjarokki sínu. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin Alabama Shakes hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir grípandi Suðurríkjarokk sitt. Fyrsta platan er nýkomin út. Hljómsveitin hefur vakið athygli með lagi sínu Hold On sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem Kings of Leon hefði getað sent frá sér. Þetta Suðurríkja-sálarrokklag er tekið af fyrstu plötu sveitarinnar, Boys & Girls, sem kom út í síðasta mánuði. Alabama Shakes var stofnuð í menntaskóla í Aþenu í Alabama. Söngkonan Brittany Howard, sem hafði lært á gítar nokkrum árum áður, spurði bassaleikarann Zac Cockrell hvort hann vildi spila með henni. Þau byrjuðu að hittast eftir skóla og semja saman. Trommarinn Steve Johnson vann í einu plötubúðinni í bænum og Howard frétti af því að hann kynni að spila á trommur. Hún bauð honum í hljómsveitina og þau héldu áfram að þróa hljóm sinn. Tríóið fór í hljóðver og tók upp nokkur prufulög. Gítarleikarinn Heath Fogg, sem hafði gengið í sama skóla og þau, heyrði lögin og bauð þeim að hita upp fyrir hljómsveitina sína. Það gerðu þau með því skilyrði að hann spilaði með þeim og eftir það gekk hann til liðs við bandið. Tónleikarnir gengu mjög vel og eftir þá bættust nokkur tökulög við tónleikadagsskrána eftir Led Zeppelin, James Brown, Otis Redding og AC/DC. Á þessum tíma kallaði hljómsveitin sig einfaldlega The Shakes. Næst á dagskrá var að drífa sig til Nashville í hljóðver. Þar spilaði sveitin einnig í plötubúð við góðar undirtektir og eftir að tónlistarbloggari setti lagið You Ain"t Alone á vefsíðuna sína hrúguðust inn tölvupóstar til Howard daginn eftir frá útgáfufyrirtækjum og umboðsmönnum. Nafninu var breytt í Alabama Shakes, sveitin fór í tónleikaferð með Drive-By Truckers og fyrsta smáskífulagið Hold On leit dagsins ljós í djammi á miðjum tónleikum. Í október í fyrra spilaði hljómsveitin á CMJ-hátíðinni í New York-borg og fengu tónleikarnir frábæra dóma hjá New York Times. Núna er fyrsta platan komin út og náði hún þriðja sæti breska vinsældarlistans og því áttunda á þeim bandaríska. Alabama Shakes verður á tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin í sumar. Hún spilar á öllum helstu hátíðunum, þar á meðal Hróarskeldu, Rock Werchter, Lollapalooza og Bestival, og á vafalítið eftir að heilla tónleikagesti upp úr skónum með einlægu Suðurríkjarokki sínu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira