Glamúr, glimmer og skærir litir 11. maí 2012 09:00 Mæðgurnar Elísabet Guðmundsdóttir og Guðfinna Helga Þórðardóttir eru nýir eigendur Bianco í Kringlunni. myndir/valli Mæðgurnar Elísabet Guðmundsdóttir og Guðfinna Helga Þórðardóttir eru nýir eigendur skóbúðarinnar Bianco í Kringlunni. „Við erum á sama stað og áður en erum búnar að gera búðina algjörlega upp og breyttum henni mikið. Við erum komnar með nýjar vörur og ætlum að vera með mikið flæði í búðinni. Svo fáum við nýjar vörur á tveggja vikna fresti þannig að það verða alltaf einhverjar nýjungar," segir Elísabet. Bianco býður nú ekki einungis upp á skó heldur einnig töskur, skart og aðra fylgihluti. „Við erum með mikið úrval af skartgripum og töskum og alls kyns aðra fylgihluti svo sem naglalökk og fleira. Svo viljum við leggja áherslu á að Bianco er líka búð fyrir herra. Við erum með fallega herralínu og miðum alls ekki að einhverjum ákveðnum hópi. Hér ættu bæði karlmenn og konur á öllum aldri að geta fengið skó við sitt hæfi á sanngjörnu verði." Elísabet segir sumarið í skótískunni verða litríkt. „Það verða glamúrhælaskór og sumarsandalar og allt þar á milli. Háir hælar eru inni og fylltu hælarnir eru enn í gangi. Litirnir verða meðal annars skærir: bleikir, myntugrænir og bláir. Tískan verður mjög fjölbreytt og nánast allt í gangi." Elísabet hefur lengi unnið hjá Bianco og þekkir verslunarkeðjuna því vel. Þær mæðgur fóru til Danmerkur í skoðunarleiðangur þar sem þær litu á aðrar Bianco-verslanir áður en þær réðust í endurbæturnar á búðinni í Kringlunni. „Bianco er stór keðja verslana og því mikið að gerast og alltaf einhver þemu í gangi. Nú erum við að fara af stað með partýþema og verða ýmis skemmtilegheit í kringum það," segir Elísabet. Hún segir þær mæðgur fyrst og fremst leggja áherslu á góðar vörur, sanngjarnt verð, góðan anda og góða þjónustu." Heilsa Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Mæðgurnar Elísabet Guðmundsdóttir og Guðfinna Helga Þórðardóttir eru nýir eigendur skóbúðarinnar Bianco í Kringlunni. „Við erum á sama stað og áður en erum búnar að gera búðina algjörlega upp og breyttum henni mikið. Við erum komnar með nýjar vörur og ætlum að vera með mikið flæði í búðinni. Svo fáum við nýjar vörur á tveggja vikna fresti þannig að það verða alltaf einhverjar nýjungar," segir Elísabet. Bianco býður nú ekki einungis upp á skó heldur einnig töskur, skart og aðra fylgihluti. „Við erum með mikið úrval af skartgripum og töskum og alls kyns aðra fylgihluti svo sem naglalökk og fleira. Svo viljum við leggja áherslu á að Bianco er líka búð fyrir herra. Við erum með fallega herralínu og miðum alls ekki að einhverjum ákveðnum hópi. Hér ættu bæði karlmenn og konur á öllum aldri að geta fengið skó við sitt hæfi á sanngjörnu verði." Elísabet segir sumarið í skótískunni verða litríkt. „Það verða glamúrhælaskór og sumarsandalar og allt þar á milli. Háir hælar eru inni og fylltu hælarnir eru enn í gangi. Litirnir verða meðal annars skærir: bleikir, myntugrænir og bláir. Tískan verður mjög fjölbreytt og nánast allt í gangi." Elísabet hefur lengi unnið hjá Bianco og þekkir verslunarkeðjuna því vel. Þær mæðgur fóru til Danmerkur í skoðunarleiðangur þar sem þær litu á aðrar Bianco-verslanir áður en þær réðust í endurbæturnar á búðinni í Kringlunni. „Bianco er stór keðja verslana og því mikið að gerast og alltaf einhver þemu í gangi. Nú erum við að fara af stað með partýþema og verða ýmis skemmtilegheit í kringum það," segir Elísabet. Hún segir þær mæðgur fyrst og fremst leggja áherslu á góðar vörur, sanngjarnt verð, góðan anda og góða þjónustu."
Heilsa Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira