Forseti gæti tekið völdin af ríkisstjórn 15. maí 2012 08:00 Ólafur á blaðamannafundi Í grein sinni í Skírni segir Eiríkur að staðfestingarsynjun Ólafs Ragnars á lögum feli í sér mun virkari þátttöku í stjórnmálum landsins en fyrri forsetar töldu hæfa embættinu. Myndin er frá því að Ólafur Ragnar synjaði lögum um Icesave staðfestingar. fréttablaðið/vilhelm „Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Vandi núgildandi stjórnarskrár er að í upplausnarástandi gæti forseti hreinlega tekið völdin af ríkisstjórn." Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta hefti Skírnis. Greinin fjallar um breytta stöðu forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Eiríkur segir núgildandi stjórnarskrá svo óskýra að innan marka hennar gæti forseti farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. „Skipist veður svo í lofti í íslensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið taldar formlegar og í raun í höndum ráðherra," segir í grein Eiríks. Dæmi um þetta segir hann meðal annars vera skipun ráðherra, veitingu opinberra embætta, útgáfu bráðabirgðalaga og gerð þjóðréttarsamninga við önnur ríki. „Þessi stjórnarskrárákvæði um forsetann eiga sér rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráðherra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig," segir Eiríkur. Hann segir tilurð forsetaembættisins hafa ráðist af þeim vanda sem við blasti við lýðveldistökuna árið 1944, þegar Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá, um það hvað ætti að gera við konunginn. Í nafni samstöðu hafi verið ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920. Hún var að uppistöðu byggð á dönsku stjórnarskránni, sem var nánast óbreytt frá lokum einveldisins um miðja nítjándu öld. Þar, líkt og í mörgum eldri stjórnarskrám sem urðu til við umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, voru konungar sagðir framkvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir gerðu í raun ekki lengur. „Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfðingjans." Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið komi að forseti sé sagður fara með ýmis völd sem í raun séu í höndum ráðherra. „Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt." Stjórnarskráin endurspegli því togstreitu nítjándu aldar á milli konungs og lýðræðislegra stjórnvalda. „Núgildandi stjórnarskrá er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki." thorunn@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira