Lét gamlan draum rætast 18. maí 2012 12:30 Aldís Snorradóttir lét gamlan draum rætast og skipti um starfsvettvang. Hún opnar Gallerí Þoku á Laugavegi 25 á laugardag. fréttablaðið/stefán Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. „Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí," segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag. Aldís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og starfaði í tvö ár hjá fjárfestingabanka. Hún viðurkennir að listin hafi þó alltaf verið hennar ástríða og árið 2009 ákvað hún að láta drauminn rætast og hefja nám í listfræðum. „Ég hef verið áhugamanneskja um list allt frá því að amma og afi fóru með mig á söfn víða um Evrópu, en gat einhvern veginn ekki ímyndað mér að það gæti orðið að lífsstarfi mínu. Ég fór því í viðskiptafræði því það þótti svo praktískt á þeim tíma. Ég hef nú komist að því að maður á að elta drauma sína því það er það sem gerir mann hamingjusaman og mér finnst ég nú loksins vera komin á rétta hillu í lífinu. Það er allt annað að læra eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á." Aðspurð segir Aldís að það sé í mörg horn að líta þegar setja á upp listasýningu og nefnir í því samhengi að lýsingin þurfi að vera rétt og að oftast þurfi að vinna með takmarkað fjármagn. Aldís sinnir ekki aðeins starfi sýningarstjóra heldur mun hún einnig sjá um að selja verkin og telur það kost að galleríið sé í sama húsi og Hrím því þangað koma bæði erlendir ferðamenn sem og fagurkerar. Hún segist vera spennt fyrir opnunarkvöldinu en einnig svolítið stressuð. „Þetta hefur allt gerst svo hratt að maður trúir varla að þetta sé að gerast strax." Guð fær greitt í dollurum verður opnuð á laugardag klukkan 17. Gallerí Þoka er á Laugavegi 25. -sm
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira