Erfitt en gaman á Evróputúr 23. maí 2012 14:00 „Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar. Þetta verður lengsta tónleikaferðalag Agent Fresco til Evrópu til þessa en í fyrra fóru strákarnir þangað í þriggja vikna túr. „Við erum að reyna að byggja upp aðdáendahóp. Hér og þar spilum við á geðveikum stöðum eins og í Berlín og París en svo spilum við líka á smærri búllum. Svo ætlum við að taka nokkrar hátíðar, meðal annars í Tékklandi og Slóvakíu þannig að þetta verður bland í poka," segir Arnór Dan. Með Agent-liðum í för verða Haraldur Leví Gunnarsson hjá útgáfufyrirtækinu Record Records og hljóðmaðurinn Jóhann Rúnar Þorgeirsson. Auk þess að aðstoða hljómsveitina við ýmislegt ætla þeir að skiptast á að keyra hana á milli staða. Þegar heim verður komið fara strákarnir á fullt í að semja ný lög fyrir næstu plötu sem kemur líklega út á næsta ári. -fb Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta verður erfitt en ógeðslega gaman," segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco. Rokksveitin er á leiðinni í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Þýskalandi 30. maí. Stutt er síðan fyrsta platan, A Long Time Listening, kom út á þeirra eigin vegum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk þess sem hún kom út stafrænt á iTunes, Amazon og víðar. Þetta verður lengsta tónleikaferðalag Agent Fresco til Evrópu til þessa en í fyrra fóru strákarnir þangað í þriggja vikna túr. „Við erum að reyna að byggja upp aðdáendahóp. Hér og þar spilum við á geðveikum stöðum eins og í Berlín og París en svo spilum við líka á smærri búllum. Svo ætlum við að taka nokkrar hátíðar, meðal annars í Tékklandi og Slóvakíu þannig að þetta verður bland í poka," segir Arnór Dan. Með Agent-liðum í för verða Haraldur Leví Gunnarsson hjá útgáfufyrirtækinu Record Records og hljóðmaðurinn Jóhann Rúnar Þorgeirsson. Auk þess að aðstoða hljómsveitina við ýmislegt ætla þeir að skiptast á að keyra hana á milli staða. Þegar heim verður komið fara strákarnir á fullt í að semja ný lög fyrir næstu plötu sem kemur líklega út á næsta ári. -fb
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira