Bjartsýni Björn B. Björnsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun