Forseta-þingræði: fulltrúalýðræði + ópólitískt beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 8. júní 2012 06:00 Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar