Lögleiðing siðleysis Óskar H. Valtýsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga um dýravernd. Áhugasamir um bætta og siðlega meðferð dýra, ekki síst eldisdýra, hafa gert sér vonir um að ný og endurskoðuð lög bönnuðu alfarið kvalafulla og hrottafengna meðferð þeirra en nú er starfsmönnum eldisbúa heimilt að framkvæma þjáningarfullar aðgerðir á eldisdýrum án deyfingar eða annarrar kvalastillandi meðferðar. Rökin fyrir þessu siðlausa háttalagi eru að fram að tilteknum aldri sé tilfinninga- og sársaukaskyn dýranna það vanþroskað að slíkar aðgerðir valdi þeim ekki ama svo sennilega sem það kann að hljóma. Nú má t.d. klippa í sundur tennur og hala grísa deyfingarlaust og gelda unggelti á sama máta allt að viku gamla. Þessi mörk gætu allt eins verið tvær vikur eða fimm, jafnvel þrír mánuðir, allt eftir því hvað hentaði eldisiðnaðinum. Þeir sem purkunarlaust réttlæta siðlausa og ólíðandi meðferð dýra halda því iðulega fram að þeir sem andmæli henni þekki ekki „lífsins gang". Það er nokkuð til í því enda leggur iðnaðurinn mikla áherslu á að sannleikanum um skelfilegan aðbúnað og meðferð eldisdýra sé haldið frá almenningi. Verksmiðjubúin, gluggalaus óskapnaðurinn, eru falin bak við grjótgarða og kyrfilega lokuð óviðkomandi. Myndatökur óheimilar. Íslenskum neytendum gafst nýverið sjaldgæft færi á að komast nær sannleikanum um „lífsins gang" því í sjónvarpi var sýndur nokkurra ára gamall matreiðsluþáttur þar sem stjörnukokkurinn Jamie Oliver hvetur breska neytendur til að auka viðskipti sín við þarlenda framleiðendur svínaafurða. Jamie vildi kynna áhorfendum lífshlaup gríss frá goti til gaffals eins og hann orði það. Meðal þess sem bauðst að horfa á og ekki síður að heyra, var deyfingarlaus gelding unggaltar. Aðgerðin var langdregin og óhugguleg. Beitt var hnífi og prjóni til að skrapa út eistu og vefi úr kvið galtarins ólánssama. Kvalastríð og þjáningavein dýrsins munu seint líða þeim úr minni sem urðu vitni að óþverraskapnum. Það ætti hverjum þeim sem á horfði að vera ljóst hve skefjalaus illmennska, grimmd og heimska er að fara svona með bjargarlausa vesalingana og réttlæta það með því að verið sé að taka tillit til bragðsmekks neytenda og aðhalds í kostnaði. Það vakna óneitanlega upp spurningar varðandi það hvort mannskepnunni sé ekkert heilagt og hvort bregða megi mælistiku arðsemi á hvaðeina en láta mannúð og manngildi reka á reiðanum. Ef þessar aðferðir valda aligeltinum litlum ama, eins og talsmenn iðnaðarins vilja halda fram, hvers vegna skyldi þeim þá ekki vera beitt þegar heimilisdýr eiga í hlut, t.d. hundar og kettir? Eigendurnir gætu þá jafnvel sjálfir gert aðgerðir á dýrunum og á þann hátt sparað sér læknis- og lyfjakostnað. Þegar nýtt frumvarp til laga um velferð dýra er skoðað má sjá að ráðherra málaflokksins ásamt ráðgefandi nefnd, að hluta til skipaðri dýralæknum, hefur látið undan þrýstingi hagsmunaaðila um að fá að halda deyfingarlausa hrottaskapnum til streitu. Þetta er gert þrátt fyrir að markmið laganna sé að dýrin „séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur". Þannig er í lögum sem veita eiga dýrum vernd gegn illri meðferð veitt heimild til að beita þau óbærilegu kvalræði til þess eins að þjóna arðsemissjónarmiðum framleiðenda og neytenda. Það er siðferðisleg skylda löggjafans að gera lög um dýravelferð þannig úr garði að þau banni fortakslaust og á afgerandi hátt alla illa meðferð dýra. Hér er ekki einungis um að ræða spurningar um dýravernd heldur er um að ræða fjölmörg og knýjandi siðferðisleg álitaefni. Að misþyrma dýrum á skipulegan hátt í ágóðaskyni og vegna þess að þau geta ekki varið sig eða eiga sér ekki málsvara, er lítilmannlegt og siðlaust og ekki samboðið íslensku samfélagi. Það er því nöturleg tilhugsun að í allsnægtasamfélaginu verði þjáningarfull hrottameðferð eldisdýra varin í lögum til frambúðar. Það að stjórnmálamenn sem um véla láti sér lynda að bjargarlaus dýr, sem alfarið eru háð náð og miskunn þeirra sem með þau fara, séu kvalin og pínd að þarflausu, einungis til að þjóna hagsmunum framleiðenda og neytenda er ósvinna. Framleiðendur fela síðan ósómann og þeir neytendur sem þekkja „lífsins gang" líta undan og þegja. Það er að sönnu tilefni til að Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands rannsaki þau samfélagslegu viðhorf sem liggja að baki ákvörðunum eins og þeim að verja með lögum níðingsskap gagnvart varnarlausum dýrum sem eiga sér enga undankomuleið því þau eru svo ólánssöm að verða manninum samferða á skammri lífsleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga um dýravernd. Áhugasamir um bætta og siðlega meðferð dýra, ekki síst eldisdýra, hafa gert sér vonir um að ný og endurskoðuð lög bönnuðu alfarið kvalafulla og hrottafengna meðferð þeirra en nú er starfsmönnum eldisbúa heimilt að framkvæma þjáningarfullar aðgerðir á eldisdýrum án deyfingar eða annarrar kvalastillandi meðferðar. Rökin fyrir þessu siðlausa háttalagi eru að fram að tilteknum aldri sé tilfinninga- og sársaukaskyn dýranna það vanþroskað að slíkar aðgerðir valdi þeim ekki ama svo sennilega sem það kann að hljóma. Nú má t.d. klippa í sundur tennur og hala grísa deyfingarlaust og gelda unggelti á sama máta allt að viku gamla. Þessi mörk gætu allt eins verið tvær vikur eða fimm, jafnvel þrír mánuðir, allt eftir því hvað hentaði eldisiðnaðinum. Þeir sem purkunarlaust réttlæta siðlausa og ólíðandi meðferð dýra halda því iðulega fram að þeir sem andmæli henni þekki ekki „lífsins gang". Það er nokkuð til í því enda leggur iðnaðurinn mikla áherslu á að sannleikanum um skelfilegan aðbúnað og meðferð eldisdýra sé haldið frá almenningi. Verksmiðjubúin, gluggalaus óskapnaðurinn, eru falin bak við grjótgarða og kyrfilega lokuð óviðkomandi. Myndatökur óheimilar. Íslenskum neytendum gafst nýverið sjaldgæft færi á að komast nær sannleikanum um „lífsins gang" því í sjónvarpi var sýndur nokkurra ára gamall matreiðsluþáttur þar sem stjörnukokkurinn Jamie Oliver hvetur breska neytendur til að auka viðskipti sín við þarlenda framleiðendur svínaafurða. Jamie vildi kynna áhorfendum lífshlaup gríss frá goti til gaffals eins og hann orði það. Meðal þess sem bauðst að horfa á og ekki síður að heyra, var deyfingarlaus gelding unggaltar. Aðgerðin var langdregin og óhugguleg. Beitt var hnífi og prjóni til að skrapa út eistu og vefi úr kvið galtarins ólánssama. Kvalastríð og þjáningavein dýrsins munu seint líða þeim úr minni sem urðu vitni að óþverraskapnum. Það ætti hverjum þeim sem á horfði að vera ljóst hve skefjalaus illmennska, grimmd og heimska er að fara svona með bjargarlausa vesalingana og réttlæta það með því að verið sé að taka tillit til bragðsmekks neytenda og aðhalds í kostnaði. Það vakna óneitanlega upp spurningar varðandi það hvort mannskepnunni sé ekkert heilagt og hvort bregða megi mælistiku arðsemi á hvaðeina en láta mannúð og manngildi reka á reiðanum. Ef þessar aðferðir valda aligeltinum litlum ama, eins og talsmenn iðnaðarins vilja halda fram, hvers vegna skyldi þeim þá ekki vera beitt þegar heimilisdýr eiga í hlut, t.d. hundar og kettir? Eigendurnir gætu þá jafnvel sjálfir gert aðgerðir á dýrunum og á þann hátt sparað sér læknis- og lyfjakostnað. Þegar nýtt frumvarp til laga um velferð dýra er skoðað má sjá að ráðherra málaflokksins ásamt ráðgefandi nefnd, að hluta til skipaðri dýralæknum, hefur látið undan þrýstingi hagsmunaaðila um að fá að halda deyfingarlausa hrottaskapnum til streitu. Þetta er gert þrátt fyrir að markmið laganna sé að dýrin „séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur". Þannig er í lögum sem veita eiga dýrum vernd gegn illri meðferð veitt heimild til að beita þau óbærilegu kvalræði til þess eins að þjóna arðsemissjónarmiðum framleiðenda og neytenda. Það er siðferðisleg skylda löggjafans að gera lög um dýravelferð þannig úr garði að þau banni fortakslaust og á afgerandi hátt alla illa meðferð dýra. Hér er ekki einungis um að ræða spurningar um dýravernd heldur er um að ræða fjölmörg og knýjandi siðferðisleg álitaefni. Að misþyrma dýrum á skipulegan hátt í ágóðaskyni og vegna þess að þau geta ekki varið sig eða eiga sér ekki málsvara, er lítilmannlegt og siðlaust og ekki samboðið íslensku samfélagi. Það er því nöturleg tilhugsun að í allsnægtasamfélaginu verði þjáningarfull hrottameðferð eldisdýra varin í lögum til frambúðar. Það að stjórnmálamenn sem um véla láti sér lynda að bjargarlaus dýr, sem alfarið eru háð náð og miskunn þeirra sem með þau fara, séu kvalin og pínd að þarflausu, einungis til að þjóna hagsmunum framleiðenda og neytenda er ósvinna. Framleiðendur fela síðan ósómann og þeir neytendur sem þekkja „lífsins gang" líta undan og þegja. Það er að sönnu tilefni til að Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands rannsaki þau samfélagslegu viðhorf sem liggja að baki ákvörðunum eins og þeim að verja með lögum níðingsskap gagnvart varnarlausum dýrum sem eiga sér enga undankomuleið því þau eru svo ólánssöm að verða manninum samferða á skammri lífsleið.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun