Málskotsrétturinn er ykkar fólksins 16. júní 2012 05:00 Á fundi í Marel Forsetahjónin heilsuðu starfsmönnum með handabandi áður en Ólafur Ragnar fór upp í pontu. Fréttablaðið/Anton Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?