Forsetinn og "stefnan“ Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun