Á að fórna Nasa fyrir risahótel? Þóra Andrésdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun