Á að fórna Nasa fyrir risahótel? Þóra Andrésdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eigandi Nasa, Landsímahússins og hótels í Austurstræti 6, vill byggja enn stærra hótel. Það gæti orðið 3-400 herbergja, á við samanlagt tvær Hótel Borgir og eina Hótel Sögu. Eru borgaryfirvöld virkilega tilbúin að að fórna Nasa, og samþykkja leyfi fyrir slíku risahóteli á þessum viðkvæma stað? Tónleikasalur Nasa gegnir stórvægu hlutverki fyrir okkar frábæra tónlistarfólk. Það er enginn tónleikastaður sem er sambærilegur Nasa, andrúmsloftið þar er magnað og stemningin einstök. Nasa hefur verið aðaltónleikastaðurinn fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, sem margir útlendingar sækja. Þetta vita borgarfulltrúar Besta flokksins. Árið 2009 var niðurrifi tónleikasalarins Nasa mótmælt, hvar eru mótmælendur þess núna? Þora þeir ekki styggja Besta flokkinn? Nasa var helsti skemmti-og tónleikastaður Reykvíkinga. Margir hafa skráð sig á „Save NASA: One Of Reykjavík's Most Treasured Concert Halls" undirskriftalista á netinu. Eru ekki nógu mörg hótel þarna allt í kring? Hvar á umferð og aðkoma þessa risahótels að vera, vegna birgðaöflunar, úrgangslosunar og hótelgesta sem eru ýmist að koma eða fara í rútum eða leigubílum? Átti ekki að draga úr umferð á þessu svæði? Á góðviðrisdögum er Austurvöllur þétt setinn og börn á hlaupum. Ingólfstorg er einnig vinsæll samkomustaður. Byggingarframkvæmdir myndu hafa mikið rask í för með sér og trufla mannlífið á þessu svæði. Er borgin ekki fyrir okkur borgabúa? Þetta svæði er mjög gamalt. Aðalstræti 10 var hluti af innréttingum Skúla fógeta. Við Vallarstrætið eru tvö önnur gömul hús, Brynjólfsbúð og Hótel Vík, og svo er það Nasa, gamli kvennaskólinn. Risahótel myndi bera öll þessi litlu, dýrmætu hús ofurliði. Tryggja þarf að öll þessi gömlu hús verði áfram til prýði fyrir borgarbúa og fái að njóta sín til fulls, og myndi fallegan krans eldri timburhúsa. Borgin leggur til fé í samkeppnina um hótel við Ingólfstorg ásamt lóðareiganda. Fimm komust áfram og fengu 2 milljónir hver. Eigandinn situr líka í dómnefnd og getur því kosið það sem hentar honum, en ekki borgarbúum. Hvaða tangarhald hefur eigandinn á borgaryfirvöldum? Af hverju gæta þau frekar hagsmuna eiganda en borgara? Auðvitað þarf að taka vel á móti ferðamönnum, en ekki þurfa öll hótelin vera í Kvosinni. Ég vil taka undir með Eddu Jónasdóttur leiðsögukonu 12.6. sl. Hún veit hvað útlendingar vilja. Tortímum ekki miðborginni, með því að láta gömul hús og opin svæði víkja fyrir risahótelum. Þá um leið minnkum við áhuga ferðamanna á að sækja borgina heim. Það er borgarbragurinn í gamla bænum, saga hans og stemningin, sem bæði Íslendingar og erlendir gestir sækjast eftir. Hún myndast t.d. við ýmsa menningarviðburði, eins og Iceland Airwaves, Menningarnótt og Hönnunarmars, en við eigum ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki. Miðbærinn iðar þá af lífi og sál víðs vegar um þessa fallegu og hlýju borg sem við eigum. Glötum ekki þeim sjarma sem fylgir gömlum húsum, og leyfum þeim ekki að grotna niður. Sýnum borginni okkar virðingu og verndum okkar sögulegu byggð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar