Jafnréttið og prinsippfesta Jóhönnu Björn Bjarnason skrifar 26. júní 2012 10:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni?
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar