Nýtískuleg og traust 27. júní 2012 13:00 Hjörtur Emilsson við módel af fiskiskipinu SERENE LK 297. Navis tók þátt í hönnun skipsins sem var smíðað árið 2009 fyrir útgerð á Hjaltlandi. mynd/Gva Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira