Helgi með fimm plötur á topp 20 6. júlí 2012 10:30 Helgi er að vonum afar ánægður og þakklátur fyrir gott gengi platna sinna hérlendis, en svo virðist sem landinn kunni vel að meta allt sem hann gerir. Fréttablaðið/stefán „Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs
Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira