Syngur við tölvugerða tónlist 10. júlí 2012 11:00 Gerði nær allt sjálf Oléna gaf út plötuna Made in Hurt by Heart á dögunum og er það hennar fyrsta plata. Hún gerði hana að nær öllu leyti sjálf. „Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs Lífið Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs
Lífið Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira