Ó ljúfa, erfiða sumar Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar