Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla 13. júlí 2012 07:30 Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira