Goðsögn spilar teknó fyrir útvalda 16. júlí 2012 11:00 "Dave Clarke spilar teknó á mjög kraftmikinn hátt eins og hipphopp plötusnúðar,“ segir Addi og lofar góðu kvöldi þar sem flottir tónlistarmenn sjá um upphitun fyrir goðið. „Fáum hefur tekist jafn vel að teknó-væða mannfólkið eins og Dave Clarke," segir Arnviður Snorrason betur þekktur sem Addi Exos. Hann er meðal skipuleggjenda framkomu eins frægasta teknó-plötusnúð heims á Þýska barnum næsta laugardagskvöld. „Hann er rosalega hrifinn af Íslandi en hann hefur komið hingað þrisvar og þá síðast árið 2004," segir Addi sem þótti mikill heiður að hita upp fyrir goðið árið 2000 og 2001. „Mjög margir muna eftir þeim kvöldum en hann sprengdi húsið af Gauknum." Koma hans eru mikil tíðindi fyrir íslenska aðdáendur tónlistartegundarinnar en hann er mikill áhrifavaldur í þróun hennar. „Árið 1994 kom Protective Custody út en það var þéttasta teknó-lag sem heyrst hafði og eftir það varð teknóið öflugra." Dave Clarke er enn í dag umfangsmesti tónlistarmaður stefnunnar. „Hann spilar aðeins á stærstu hátíðunum og tónleikastöðunum í heiminum," segir hann og bætir við að það sé skyldumæting fyrir gamla teknó-refi: „Þýski barinn er með leyfi fyrir 400 manns svo þetta verður aðeins fyrir útvalda." -hþt Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Fáum hefur tekist jafn vel að teknó-væða mannfólkið eins og Dave Clarke," segir Arnviður Snorrason betur þekktur sem Addi Exos. Hann er meðal skipuleggjenda framkomu eins frægasta teknó-plötusnúð heims á Þýska barnum næsta laugardagskvöld. „Hann er rosalega hrifinn af Íslandi en hann hefur komið hingað þrisvar og þá síðast árið 2004," segir Addi sem þótti mikill heiður að hita upp fyrir goðið árið 2000 og 2001. „Mjög margir muna eftir þeim kvöldum en hann sprengdi húsið af Gauknum." Koma hans eru mikil tíðindi fyrir íslenska aðdáendur tónlistartegundarinnar en hann er mikill áhrifavaldur í þróun hennar. „Árið 1994 kom Protective Custody út en það var þéttasta teknó-lag sem heyrst hafði og eftir það varð teknóið öflugra." Dave Clarke er enn í dag umfangsmesti tónlistarmaður stefnunnar. „Hann spilar aðeins á stærstu hátíðunum og tónleikastöðunum í heiminum," segir hann og bætir við að það sé skyldumæting fyrir gamla teknó-refi: „Þýski barinn er með leyfi fyrir 400 manns svo þetta verður aðeins fyrir útvalda." -hþt
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira