Geir með trommara Simpsons 25. júlí 2012 09:00 Bernie Dresel, Don Randi, Geir Ólafsson og Þórir Baldursson áttu góðar stundir í Stúdíói Sýrlandi á mánudag og þriðjudag í síðustu viku við upptökur á plötu sem framleidd er vestanhafs. Fréttablaðið/Stefán „Ég er með hluta af bestu hljómlistarmönnum Íslands, Don Randi, fyrrum píanóleikara Frank Sinatra, og einum besta trommuleikara heims sem heitir Bernie Dresel," segir Geir Ólafsson sem var við upptökur í Stúdíói Sýrlandi fyrir væntanlega hljómplötu sína í síðustu viku ásamt einvalaliði tónlistarmanna og Þóri Baldurssyni, sem stýrði upptökunum. „Bernie hefur spilað inn á The Simpsons og The Family Guy þættina og er mjög eftirsóknarverður. Það var mikið tækifæri að fá að vinna með honum," segir hann ánægður með samstarfið og bætir við: „Þetta er risaskref fyrir mig en afskaplega lítið fyrir mannkynið." Geir Ólafsson gerði samning við fyrirtæki Don Randi um útgáfu plötunnar fyrir tveimur árum og er hún væntanleg á haustmánuðum. „Þetta eru hlutir sem hafa verið í bígerð síðustu árin en ég hef auðvitað haldið yfir þrjátíu tónleika í Hollywood og þetta hefur vaxið með hverjum tónleikum fyrir sig," segir hann. Titillag plötunnar er endurútsetning á laginu I'm Talking About You eftir Jóhann G. Jóhannsson og hafa þeir aðilar sem standa að baki plötunni mikla trú á útsetningunni. „Þeir hrifust strax af laginu og ætla að nota það til að kynna plötuna," segir Geir spenntur. Platan inniheldur fjórtán endurútsetningar. Þar á meðal eru Beat it með Michael Jackson og Late in the Evening með Paul Simon. Geir var boðið að taka lögin upp vestanhafs en vildi að íslenskir tónlistarmenn yrðu hluti af verkefninu. „Þegar maður fær svona tækifæri finnst mér það vera skylda mín að taka upp heima því ég hef mikla trú á hljóðfæraleikurunum okkar," segir hann.-hþt Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er með hluta af bestu hljómlistarmönnum Íslands, Don Randi, fyrrum píanóleikara Frank Sinatra, og einum besta trommuleikara heims sem heitir Bernie Dresel," segir Geir Ólafsson sem var við upptökur í Stúdíói Sýrlandi fyrir væntanlega hljómplötu sína í síðustu viku ásamt einvalaliði tónlistarmanna og Þóri Baldurssyni, sem stýrði upptökunum. „Bernie hefur spilað inn á The Simpsons og The Family Guy þættina og er mjög eftirsóknarverður. Það var mikið tækifæri að fá að vinna með honum," segir hann ánægður með samstarfið og bætir við: „Þetta er risaskref fyrir mig en afskaplega lítið fyrir mannkynið." Geir Ólafsson gerði samning við fyrirtæki Don Randi um útgáfu plötunnar fyrir tveimur árum og er hún væntanleg á haustmánuðum. „Þetta eru hlutir sem hafa verið í bígerð síðustu árin en ég hef auðvitað haldið yfir þrjátíu tónleika í Hollywood og þetta hefur vaxið með hverjum tónleikum fyrir sig," segir hann. Titillag plötunnar er endurútsetning á laginu I'm Talking About You eftir Jóhann G. Jóhannsson og hafa þeir aðilar sem standa að baki plötunni mikla trú á útsetningunni. „Þeir hrifust strax af laginu og ætla að nota það til að kynna plötuna," segir Geir spenntur. Platan inniheldur fjórtán endurútsetningar. Þar á meðal eru Beat it með Michael Jackson og Late in the Evening með Paul Simon. Geir var boðið að taka lögin upp vestanhafs en vildi að íslenskir tónlistarmenn yrðu hluti af verkefninu. „Þegar maður fær svona tækifæri finnst mér það vera skylda mín að taka upp heima því ég hef mikla trú á hljóðfæraleikurunum okkar," segir hann.-hþt
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira