Hæggeng sveimtónlist í djassstíl 28. júlí 2012 15:00 Þorkell Atlason og Pan Thorarensen unnu í sameiningu að fyrstu plötunni sem gefin er út undir merkjum Extreme Chill. Hér heldur Pan á syni sínum, Mikael, en þeir feðgarnir prýða plötuumslagið. Fréttablaðið/Valli „Um er að ræða hæggenga og stemningsfulla sveimtónlist í aflöppuðum djassstíl," segir Pan Thorarensen, eða raftónlistarmaðurinn Beatmakin Troopa, inntur eftir lýsingu á tónlistinni á nýjustu plötu sinni, If You Fall You Fly. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu breiðskífu hans, Search for Peace, en hún fékk verðskuldaða athygli í raftónlistarheiminum hér og erlendis. Plötuna vann Pan í samvinnu við Þorkel Atlason. „Það var eiginlega bara slys hvernig við fórum að vinna saman. Hann er vinur pabba míns og við höfum rætt lengi að gera eitthvað saman. Svo gerðist þetta bara óvænt," segir hann. Útgáfan er fyrsta platan sem gefin er út undir merkjum Extreme Chill, sem stendur að baki raftónlistarhátíðinni Extreme Chill – Undir Jökli og reglulegum kvöldum á Kaffibarnum. Þeir ætla að reyna að hafa um tíu listamenn á sínum snærum og gefa út geisladiska og vínylplötur. Platan er einnig gefin út af 3angle Production. Útgáfutónleikar verða á Kaffibarnum 8. ágúst, á fyrsta kvöldi Extreme Chill eftir tónlistarhátíð sína í lok júní, og fæst platan í 12 Tónum og Smekkleysu.- hþt Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Um er að ræða hæggenga og stemningsfulla sveimtónlist í aflöppuðum djassstíl," segir Pan Thorarensen, eða raftónlistarmaðurinn Beatmakin Troopa, inntur eftir lýsingu á tónlistinni á nýjustu plötu sinni, If You Fall You Fly. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu breiðskífu hans, Search for Peace, en hún fékk verðskuldaða athygli í raftónlistarheiminum hér og erlendis. Plötuna vann Pan í samvinnu við Þorkel Atlason. „Það var eiginlega bara slys hvernig við fórum að vinna saman. Hann er vinur pabba míns og við höfum rætt lengi að gera eitthvað saman. Svo gerðist þetta bara óvænt," segir hann. Útgáfan er fyrsta platan sem gefin er út undir merkjum Extreme Chill, sem stendur að baki raftónlistarhátíðinni Extreme Chill – Undir Jökli og reglulegum kvöldum á Kaffibarnum. Þeir ætla að reyna að hafa um tíu listamenn á sínum snærum og gefa út geisladiska og vínylplötur. Platan er einnig gefin út af 3angle Production. Útgáfutónleikar verða á Kaffibarnum 8. ágúst, á fyrsta kvöldi Extreme Chill eftir tónlistarhátíð sína í lok júní, og fæst platan í 12 Tónum og Smekkleysu.- hþt
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira