Voffinn verður ljón 2. ágúst 2012 22:00 Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu. „Snoop Dogg er dáinn. Lengi lifi Snoop Lion!" Svona hefst umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um nýjasta útspil rapparans Calvin Cordozar Broadus Jr, sem hefur kallað sig Snoop Dogg í gegnum tíðina. Hann breytti nafni sínu á dögunum í Snoop Lion og hyggst snúa sér að reggítónlist. Snoop Lion sendir frá sér plötuna Reincarnated í næstu viku. Platan er sú tólfta frá listamanninum en vitanlega sú fyrsta sem inniheldur einungis reggítónlist. Fyrsta smáskífa plötunnar, La La La, kom út í júlí og leggur línurnar fyrir plötuna. Lagið er nokkuð hefðbundið reggílag en athygli vekur að Snoop nýtur augljóslega aðstoðar autotune-hugbúnaðar til að halda lagi, enda ekki vanur söngvari. Í viðtali um útspilið sagði Snoop Lion að rapptónlist væri ekki lengur áskorun fyrir sig. „Það stendur mér enginn á sporði í rapptónlist – með fullri virðingu fyrir öðrum röppurum," rumdi ljónið, kokhraust að vanda. „Ég er búinn að gera allt sem hægt er að gera í rappi. Ég er kallaður Snoop frændi í rappinu. Þegar maður er kallaður frændi þá er kominn tími til að breyta til. Ég vil vera krakki á ný." Ákvörðun Snoop kann að hljóma undarlega en honum er engu að síður dauðans alvara. Hann segist hafa endurfæðst sem listamaður á Jamaíka þar sem nýja platan varð til en rastafaraprestur veitti honum innblástur í vali á nýju nafni. „Ég fór í hof þar sem presturinn spurði mig að nafni," sagði Snoop. „Ég svaraði „Snoop Dogg" og hann horfði á mig og sagði „ekki lengur. Þú ert ljósið. Þú ert ljónið". Frá þessu augnabliki byrjaði ég að skilja hvers vegna ég var þarna." Snoop Lion vann reggíplötuna í samstarfi við upptökustjórann Diplo, sem stýrði upptökum á plötunni undir nafninu Major Lazer. Hann segir lög á plötunni vera á meðal bestu laga Snoop. „Hann vildi gera alvörureggí," sagði hann á blaðamannafundi á dögunum. „Hann vildi syngja og finna nýja rödd. Það var algjör draumur að fá að vinna með honum heila plötu. Það er sjaldgæft í dag." Snoop hefur fengið misjöfn viðbrögð við nafn- og stefnubreytingunni. Margir hafa nýtt samskiptamiðla til að gera grín að honum og þar á meðal er hin síunga Betty White sem tísti: „Snoop Dogg uppfærði nafnið sitt í Snoop Lion. Snoop Lion?! Haaa!? Var hann skakkur, eða? Ahh, já." atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira