Evrópumet í skattahækkunum Svana Helen Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2012 10:15 Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. Það eru þó ekki öll met jafnánægjuleg. Á sama tíma og íþróttamet eru sett birtast fréttir um að við Íslendingar eigum nú orðið Evrópumet í skattahækkunum, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Í gögnum sem KPMG hefur tekið saman og birtast í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins kemur fram að skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað um þriðjung frá árinu 2008. Á sama tíma hafa aðrar Norðurlandaþjóðir almennt lækkað skatta. Lífskjör almennings á Íslandi hafa versnað ár frá ári samanborið við önnur lönd í Evrópu sem við kjósum helst að bera okkur saman við. Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur versnað til muna og samkeppnisstaða þeirra veikst. Stjórnvöld standa ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu hvernig afnema skuli gjaldeyrishöft. Vörugjöld hafa verið hækkuð og skattar þyngdir samhliða því að skattkerfið allt hefur verið gert flóknara. Samhliða þessu hefur opinber eftirlitsiðnaður eflst og þykir mörgum sem þar fari menn offari við íþyngjandi eftirlit, aðgerðir og sektir sem hamla eðlilegum rekstri og vexti fyrirtækja. Aðgerðir eftirlitsiðnaðarins eru iðulega vanhugsaðar eða byggðar á vanþekkingu. Á Íslandi búa aðeins um 320 þúsund manns sem reyna að halda uppi þjóðfélagi með jafn mörgum úrlausnarefnum og glímt er við meðal margfalt stærri þjóða. Hér eru eftirlitsstofnanir margfalt fámennari en gerist meðal lítilla nágrannaþjóða eins og Norðurlandaþjóðanna. Burðir þeirra til að takast á við þau flóknu úrlausnarefni sem á borð þeirra rekur eru þeim mun minni. Sama á við um mörg önnur svið stjórnsýslunnar eins og ráðuneyti og dómstóla. Þessir aðilar hafa örfáa starfsmenn til að setja sig inn í flóknustu úrlausnarefni. Væri úr vegi að leita samstarfs við stærri þjóðir um ýmis verkefni stjórnsýslunnar, t.d. að útvista eftirlitinu til eftirlitsstofnana annarra landa á völdum sviðum? Er ekki hugsanlegt að slík lausn myndi kosta minna, leiða til vandaðri ákvarðana og vera laus við afleiðingar klíku- og kunningjaþjóðfélagsins? Virðisaukaskattur er hér sá hæsti sem vitað er um en sá skattur leggst sérstaklega þungt á fólk með lág laun, enda fer stærri hluti tekna þess til neyslu en þeirra sem hafa hærri laun. Flóknara skattkerfi eykur svigrúm til undirskota sem skekkja alla samkeppnisstöðu. Virðisaukaskattur er í mörgum þrepum sem flækir verulega innheimtu hans, gefur kost á undanskotum og sýnt hefur verið fram á að margþrepa virðisaukaskattur kemur sér verst fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Það er eins og gleymst hafi að alþjóðleg samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingar nær einnig til Íslands. Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. Árið 2010 voru þær sem nemur um 4,4 m.kr. á mann hér á landi en 7,0 m.kr. á mann í Danmörku. Þær gríðarlegu skattahækkanir sem hér hafa orðið munu á endanum þrýsta fólki og fyrirtækjum burt frá landinu, e.t.v. því fólki og fyrirtækjum sem við viljum síst missa. Það mætti halda að stjórnvöld á Íslandi hafi kosið að leika með hinu liðinu á alþjóðlegum keppnisvelli lífskjara og hagsældar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun