Bjóða heim í raftónlist og kaffi á menningarnótt 13. ágúst 2012 08:00 Steindór Grétar og Kristjana Björg bjóða gestum og gangandi á raftónleika heim til sín á menningarnótt en meðal tónlistarmanna eru Steindór sjálfur, DJ Margeir, President Bongo, Logi Pedro og Captain Fufanu.Fréttablaðið/GVA "Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu." Stofutónleikarnir hefjast klukkan tólf að hádegi og mun gleðin vara fram á kvöld. Að sögn parsins voru íbúar miðbæjarins hvattir sérstaklega til að bjóða heim til sín en þemað er Gakktu í bæinn á menningarnótt. "Við hugsum dagskrána þannig að fjölskyldufólk geti komið framan af. Það verður ekki kveikt á strobe-ljósum og reykvél sett í gang heldur er óhætt fyrir fjölskyldufólk að koma. Það er líka gaman að líta við og koma inn á heimili þar sem búið er að setja upp hljóðkerfi," segir hann en veglegt hljóðkerfi frá Óla Ofur verður á staðnum. Steindór er plötusnúður og einn skipuleggjenda Kanilkvölda á Faktorý. "Ég er einn stofnenda Color Me Records, sem er lítið útgáfufyrirtæki í raftónlist, og allir meðlimir þess spila en annars eru þetta bara þessir sem landsmenn kannast við; DJ Margeir, President Bongo úr GusGus og Logi Pedro úr Retro Stefson og fleiri sem eru að gera áhugaverða hluti,? segir hann en frumsamin tónlist verður flutt í bland við skífuþeytingar plötusnúða. Kristjana hlustaði ekki á raftónlist fyrir kynni þeirra en eftir þau hefur orðið breyting á. "Ég var heilaþvegin strax og hlusta ekki á annað núna," segir hún spennt fyrir næstkomandi laugardegi. "Þetta er bara eins og að fara á Hróarskeldu því maður hlustar á tónlist allan tímann í næstum því hálfan sólarhring," segir hún. Þau nýta tækifærið til að kynna fjölskyldur sínar fyrir raftónlist. "Við ætlum ekkert að hafa eitthvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekkert að mæta. Við viljum kynna fjölskylduna fyrir þessu því þau skilja oft ekki hvað þessi raftónlist er sem við höldum svo mikið upp á." Parið lofar góðu stuði og hellir upp á kaffi og grillar ef vel viðrar á heimili þeirra í bakhúsi að Laugavegi 32. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu." Stofutónleikarnir hefjast klukkan tólf að hádegi og mun gleðin vara fram á kvöld. Að sögn parsins voru íbúar miðbæjarins hvattir sérstaklega til að bjóða heim til sín en þemað er Gakktu í bæinn á menningarnótt. "Við hugsum dagskrána þannig að fjölskyldufólk geti komið framan af. Það verður ekki kveikt á strobe-ljósum og reykvél sett í gang heldur er óhætt fyrir fjölskyldufólk að koma. Það er líka gaman að líta við og koma inn á heimili þar sem búið er að setja upp hljóðkerfi," segir hann en veglegt hljóðkerfi frá Óla Ofur verður á staðnum. Steindór er plötusnúður og einn skipuleggjenda Kanilkvölda á Faktorý. "Ég er einn stofnenda Color Me Records, sem er lítið útgáfufyrirtæki í raftónlist, og allir meðlimir þess spila en annars eru þetta bara þessir sem landsmenn kannast við; DJ Margeir, President Bongo úr GusGus og Logi Pedro úr Retro Stefson og fleiri sem eru að gera áhugaverða hluti,? segir hann en frumsamin tónlist verður flutt í bland við skífuþeytingar plötusnúða. Kristjana hlustaði ekki á raftónlist fyrir kynni þeirra en eftir þau hefur orðið breyting á. "Ég var heilaþvegin strax og hlusta ekki á annað núna," segir hún spennt fyrir næstkomandi laugardegi. "Þetta er bara eins og að fara á Hróarskeldu því maður hlustar á tónlist allan tímann í næstum því hálfan sólarhring," segir hún. Þau nýta tækifærið til að kynna fjölskyldur sínar fyrir raftónlist. "Við ætlum ekkert að hafa eitthvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekkert að mæta. Við viljum kynna fjölskylduna fyrir þessu því þau skilja oft ekki hvað þessi raftónlist er sem við höldum svo mikið upp á." Parið lofar góðu stuði og hellir upp á kaffi og grillar ef vel viðrar á heimili þeirra í bakhúsi að Laugavegi 32. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira