Fantasíurnar spanna allt litrófið 16. ágúst 2012 00:01 Hildur Sverrisdóttir segir kynlífsfantasíurnar í Fantasíu vera fjölbreyttar og spanna allt litrófið en bókin kemur út í dag. „Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira