Tónleikaferðalag um Tyrkland Sara McMahon skrifar 17. ágúst 2012 03:00 Hljómsveitin Sometime er komin með útgáfusamning í Tyrklandi. Nýrri plötu þeirra verður dreift þar og í Bandaríkjunum. Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi. „Maðurinn sem gefur plötuna út í Tyrklandi hefur verið vinur Danna á Facebook í mörg ár og hann vildi ólmur sjá um að dreifa plötunni í Istanbúl, Ankara og Izmir. Hann talaði líka um að fá okkur á túr um þessar þrjár borgir, það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman," segir Rósa Birgitta Ísfeld söngkona sem skipar sveitina ásamt Daníel Þorsteinssyni trymbli.Daníel hannaði Acid Make-Out umslagið, sem er einskonar þrívíddarskúlptúr.Daníel er búsettur í Barcelona um þessar mundir og stundar þar hönnunarnám. Hann tók að sér að hanna plötuumslag nýju plötunnar og segir Rósa Birgitta það nokkuð sérstakt. „Hann vildi að umslagið gæti lifað áfram sem eitthvað annað þar sem við teljum að geisladiskurinn sé að deyja út. Umslagið er eins konar þrívíddarskúlptúr og nokkuð sérstakt." Hljómsveitin heldur sína fyrstu tónleika eftir útgáfu plötunnar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst í lok október. Einnig eru fyrirhugaðir útgáfutónleikar á hinum nýopnaða skemmtistað Dolly síðar í haust. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi. „Maðurinn sem gefur plötuna út í Tyrklandi hefur verið vinur Danna á Facebook í mörg ár og hann vildi ólmur sjá um að dreifa plötunni í Istanbúl, Ankara og Izmir. Hann talaði líka um að fá okkur á túr um þessar þrjár borgir, það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer allt saman," segir Rósa Birgitta Ísfeld söngkona sem skipar sveitina ásamt Daníel Þorsteinssyni trymbli.Daníel hannaði Acid Make-Out umslagið, sem er einskonar þrívíddarskúlptúr.Daníel er búsettur í Barcelona um þessar mundir og stundar þar hönnunarnám. Hann tók að sér að hanna plötuumslag nýju plötunnar og segir Rósa Birgitta það nokkuð sérstakt. „Hann vildi að umslagið gæti lifað áfram sem eitthvað annað þar sem við teljum að geisladiskurinn sé að deyja út. Umslagið er eins konar þrívíddarskúlptúr og nokkuð sérstakt." Hljómsveitin heldur sína fyrstu tónleika eftir útgáfu plötunnar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst í lok október. Einnig eru fyrirhugaðir útgáfutónleikar á hinum nýopnaða skemmtistað Dolly síðar í haust.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira