Frost semur tónlistina í Frost 22. ágúst 2012 19:00 Tónskáldið Ben Frost semur tónlistina í vísindatryllinum Frost sem frumsýndur er í byrjun september. mynd/bjarni grímsson "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira